Lausnarorðið er frelsi 17. desember 2006 05:00 Margir halda að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisafskiptum og lægri sköttum séu að bjóða upp á einhverjar „lausnir“. Þetta er misskilningur sem er þveröfugur við hitt sem rétt er. Frjálshyggjumenn boða engar lausnir. Þeir vilja bara samfélag þar sem þeir sem hafa lausnirnar fá frelsi til að prófa þær. Slík er ekki raunin þegar stjórnmálamenn, með sköttum og lögum, neyða alla til að samþykkja sínar lausnir. Þetta má útskýra með dæmi: Frjálshyggjumenn vilja að rekstri skóla verði komið á hinn frjálsa markað (og að skattar lækki og hamlandi skilyrðum og reglum á rekstri skóla fækki). Þetta þýðir samt ekki að frjálshyggjumenn sem lýsa þessari skoðun sinni hafi nokkuð vit á rekstri skóla eða menntun nemenda yfirleitt. Frjálshyggjumenn vilja einfaldlega að skólakerfinu sé komið í hendur þeirra einstaklinga sem kunna að bjóða upp á góða menntun á hagstæðum kjörum, og að foreldrar komist í stöðu kröfuharða neytandans sem getur beint viðskiptum sínum þangað sem þeim er mætt. Allt tal um „lausnir“ frjálshyggjumanna er þess vegna tómt tal. Þótt frjálshyggjumenn, eins og aðrir, hafi oft ákveðnar hugmyndir um hvernig á að gera hitt og þetta þá er ekkert heilagt við uppástungur þeirra. Einstaklingar á hinum frjálsa markaði finna lausnir sem virka með því að prófa sig áfram í samkeppni við aðra, og á endanum verða þær hagkvæmustu og bestu ofan á. Undantekningalaust uppfylla slíkar lausnir kröfur neytenda enda væri enginn rekstrargrundvöllur fyrir þeim öðruvísi. Þeir sem uppfylla ekki kröfur neytenda fara á hausinn. Þessu er þveröfugt farið þegar rekstur er í höndum hins opinbera. Opinber fyrirtæki fara ekki á hausinn á meðan ríkisvaldið hefur vald til að innheimta skatta. Illa rekin ríkisfyrirtæki og -stofnanir þrífast eingöngu í umhverfi sem hið opinbera heldur hlífiskildi yfir. Þótt dæmi séu um vel rekin ríkisfyrirtæki þá eru þau undantekningar frá reglunni. Vel rekin ríkisfyrirtæki eiga að einkavæðast og fá frelsi til að sanna sig á hinum frjálsa markaði. Þau eiga að fá að vera laus undan endalausri afskiptasemi stjórnmálamanna sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta í rekstri þeirra. Illa rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, eða að fá að fara á hausinn. Neytendum öllum væri gerður stór greiði með því. Frjálshyggjumenn segja gjarnan að lausnarorðið sé frelsi. Sjálfar lausnirnar hafa þeir hins vegar ekki. Þær finnast af fólki sem dýfir hönd í kalt vatn og prófar hæfileika sína og hugmyndir á hinum frjálsa markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Margir halda að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisafskiptum og lægri sköttum séu að bjóða upp á einhverjar „lausnir“. Þetta er misskilningur sem er þveröfugur við hitt sem rétt er. Frjálshyggjumenn boða engar lausnir. Þeir vilja bara samfélag þar sem þeir sem hafa lausnirnar fá frelsi til að prófa þær. Slík er ekki raunin þegar stjórnmálamenn, með sköttum og lögum, neyða alla til að samþykkja sínar lausnir. Þetta má útskýra með dæmi: Frjálshyggjumenn vilja að rekstri skóla verði komið á hinn frjálsa markað (og að skattar lækki og hamlandi skilyrðum og reglum á rekstri skóla fækki). Þetta þýðir samt ekki að frjálshyggjumenn sem lýsa þessari skoðun sinni hafi nokkuð vit á rekstri skóla eða menntun nemenda yfirleitt. Frjálshyggjumenn vilja einfaldlega að skólakerfinu sé komið í hendur þeirra einstaklinga sem kunna að bjóða upp á góða menntun á hagstæðum kjörum, og að foreldrar komist í stöðu kröfuharða neytandans sem getur beint viðskiptum sínum þangað sem þeim er mætt. Allt tal um „lausnir“ frjálshyggjumanna er þess vegna tómt tal. Þótt frjálshyggjumenn, eins og aðrir, hafi oft ákveðnar hugmyndir um hvernig á að gera hitt og þetta þá er ekkert heilagt við uppástungur þeirra. Einstaklingar á hinum frjálsa markaði finna lausnir sem virka með því að prófa sig áfram í samkeppni við aðra, og á endanum verða þær hagkvæmustu og bestu ofan á. Undantekningalaust uppfylla slíkar lausnir kröfur neytenda enda væri enginn rekstrargrundvöllur fyrir þeim öðruvísi. Þeir sem uppfylla ekki kröfur neytenda fara á hausinn. Þessu er þveröfugt farið þegar rekstur er í höndum hins opinbera. Opinber fyrirtæki fara ekki á hausinn á meðan ríkisvaldið hefur vald til að innheimta skatta. Illa rekin ríkisfyrirtæki og -stofnanir þrífast eingöngu í umhverfi sem hið opinbera heldur hlífiskildi yfir. Þótt dæmi séu um vel rekin ríkisfyrirtæki þá eru þau undantekningar frá reglunni. Vel rekin ríkisfyrirtæki eiga að einkavæðast og fá frelsi til að sanna sig á hinum frjálsa markaði. Þau eiga að fá að vera laus undan endalausri afskiptasemi stjórnmálamanna sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta í rekstri þeirra. Illa rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, eða að fá að fara á hausinn. Neytendum öllum væri gerður stór greiði með því. Frjálshyggjumenn segja gjarnan að lausnarorðið sé frelsi. Sjálfar lausnirnar hafa þeir hins vegar ekki. Þær finnast af fólki sem dýfir hönd í kalt vatn og prófar hæfileika sína og hugmyndir á hinum frjálsa markaði.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun