Vija skýr svör um skipulag á Blómsturvallalóð 22. maí 2006 19:30 Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. Húsið sem um ræðir nefnist Blómsturvellir og var reist árið 1897. Verktakafyrirtækið Holtsgata ehf. hefur nú fest kaup á lóðinni sem það stendur á en fyrirtækið reisir nú fjölbýlishús hinum megin götunnar við Bræðraborgarstíg 42 þar sem Stakkahlíð stóð áður. Íbúar í næsta nágrenni mótmæltu því á sínum tíma og hafa áhyggjur af því að eins fari með Blómsturvallalóðina. Arthur Bogason, talsmaður íbúa, segir að hluti af ánægjunni við að búa í Vesturbænum sé skipulagið og götumyndin sem sé þar í dag en ekki framtíðarsýn verktaka sem langi til að byggja fjölbýli á litlum lóðum. Arthur bendir einnig á að með því að byggja mikið á reitnum aukist bílastæðavandinn á svæðinu, en hann sé ærinn fyrir. Þá blæs hann á tal um þéttingu byggðar í þessu samhengi. Honum sýnist sem byggðin sé þétt eins og hún sé, sérstaklega í Vesturbænum, og það þurfi engar æfingar eins og við Blómsturvelli til að fullnægja einhverjum slíkum markmiðum. Ólafur Björnsson, eigandi verktakafyrirtækisins Holtsgötu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki stæði til að reisa fjölbýlishús á reitnum heldur þrjú raðhús í líkingu við húsin sem væru við Hávallagötuna. Engin ákvörðun lægi þó fyrir um framkvæmdir á lóðinni þar sem enn ætti eftir að leita samþykkis borgarinnar fyrir þeim. Íbúar í nágrenninu krafið alla flokkana í borginni um skýr svör um skipulag á lóðinni. Tveir flokkar höfðu svarað íbúunum í dag, F- og B-listi, og sögðust báðir vilja halda húsinu. Arthur vonast til að íbúalýðræðið verði meira en þegar fjölbýlishúsið var reist við Bræðraborgarstíginn. Það hafi ekki virkað þá og hann voni að það verði eitthvað meira á bak við það í þessu máli. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. Húsið sem um ræðir nefnist Blómsturvellir og var reist árið 1897. Verktakafyrirtækið Holtsgata ehf. hefur nú fest kaup á lóðinni sem það stendur á en fyrirtækið reisir nú fjölbýlishús hinum megin götunnar við Bræðraborgarstíg 42 þar sem Stakkahlíð stóð áður. Íbúar í næsta nágrenni mótmæltu því á sínum tíma og hafa áhyggjur af því að eins fari með Blómsturvallalóðina. Arthur Bogason, talsmaður íbúa, segir að hluti af ánægjunni við að búa í Vesturbænum sé skipulagið og götumyndin sem sé þar í dag en ekki framtíðarsýn verktaka sem langi til að byggja fjölbýli á litlum lóðum. Arthur bendir einnig á að með því að byggja mikið á reitnum aukist bílastæðavandinn á svæðinu, en hann sé ærinn fyrir. Þá blæs hann á tal um þéttingu byggðar í þessu samhengi. Honum sýnist sem byggðin sé þétt eins og hún sé, sérstaklega í Vesturbænum, og það þurfi engar æfingar eins og við Blómsturvelli til að fullnægja einhverjum slíkum markmiðum. Ólafur Björnsson, eigandi verktakafyrirtækisins Holtsgötu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki stæði til að reisa fjölbýlishús á reitnum heldur þrjú raðhús í líkingu við húsin sem væru við Hávallagötuna. Engin ákvörðun lægi þó fyrir um framkvæmdir á lóðinni þar sem enn ætti eftir að leita samþykkis borgarinnar fyrir þeim. Íbúar í nágrenninu krafið alla flokkana í borginni um skýr svör um skipulag á lóðinni. Tveir flokkar höfðu svarað íbúunum í dag, F- og B-listi, og sögðust báðir vilja halda húsinu. Arthur vonast til að íbúalýðræðið verði meira en þegar fjölbýlishúsið var reist við Bræðraborgarstíginn. Það hafi ekki virkað þá og hann voni að það verði eitthvað meira á bak við það í þessu máli.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira