Að minnsta kosti 2 féllu og 16 særðust þegar sprengjur sprungu á um fjörutíu mismunandi stöðum á Tælandi snemma í morgun. Sprengjunum hafi verið komið fyrir víðsvegar í þremur héruðum í suðurhluta landsins þar sem múslimar eru í meirihluta.
Sprengjurnar sprungu þegar þegar fólk var á leið til vinnu. Ein sprengjan sprakk rétt hjá stjórnarskrifstofu í Jala-héraði en vara forsætisráðherra Tælands var þá rétt ókominn enda væntanlegur í heimsókn þangað. Vara forsætisráðherrann hefur umsjón með öryggismálum í suður hluta Tælands.
Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, sagði í morgun að njósnir hefðu borist af yfirvofandi árásum en þrátt fyrir það hafi ekki tekist að koma í veg fyrir þær.