Stjórnarskrársáttmálinn saltaður 16. júní 2006 20:00 Jacques Chirac var vígreifur á leiðtogafundi ESB í dag. MYND/AP Engin niðurstaða fékkst á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem fram fer í Brussel, um hvað gera skuli við umdeildan stjórnarskrársáttmála þess. Allt frá því að Hollendingar og Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslum hefur framtíð ESB verið í lausu lofti. Aðildarríkin virðast skiptast í tvö horn eftir því hvort þau vilji kasta plagginu alfarið fyrir róða eða láta Hollendinga og Frakka kjósa aftur þar til önnur niðurstaða fæst, en slík vinnubrögð eru ekki óþekkt hjá sambandinu. Í dag settist leiðtogaráð ESB á rökstóla í Brussel í Belgíu og ræddi hvað til bragðs skyldi taka. Það er skemmst frá því að segja að ekkert samkomulag náðist um örlög stjórnarskrársáttmálans, aðeins var ákveðið að hittast aftur í Þýskalandi að ári til frekari viðræðna og reka svo smiðshöggið á málið árið 2008. Leiðtogarnir ræddu ýmislegt annað en stjórnarskrársáttmálann. Til dæmis lögðu þeir blessun sína yfir nýja áætlun um fjárstuðning við Palestínumenn upp á tæpa tíu milljarða króna sem þó mun ekki fara um hendur Hamas-stjórnarinnar og eins var Slóvenum heimilað formlega að taka upp evruna í byrjun næsta árs.. Þá var framkvæmdastjórninni falið að skilgreina getu sambandsins til að taka við fleiri aðildarríkjum. Hins vegar var fallið frá því að gera slíkt mat að skilyrði fyrir inngöngu nýrra ríkja, nokkuð sem ríki á borð við Tyrki höfðu óttast mjög. Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Engin niðurstaða fékkst á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem fram fer í Brussel, um hvað gera skuli við umdeildan stjórnarskrársáttmála þess. Allt frá því að Hollendingar og Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslum hefur framtíð ESB verið í lausu lofti. Aðildarríkin virðast skiptast í tvö horn eftir því hvort þau vilji kasta plagginu alfarið fyrir róða eða láta Hollendinga og Frakka kjósa aftur þar til önnur niðurstaða fæst, en slík vinnubrögð eru ekki óþekkt hjá sambandinu. Í dag settist leiðtogaráð ESB á rökstóla í Brussel í Belgíu og ræddi hvað til bragðs skyldi taka. Það er skemmst frá því að segja að ekkert samkomulag náðist um örlög stjórnarskrársáttmálans, aðeins var ákveðið að hittast aftur í Þýskalandi að ári til frekari viðræðna og reka svo smiðshöggið á málið árið 2008. Leiðtogarnir ræddu ýmislegt annað en stjórnarskrársáttmálann. Til dæmis lögðu þeir blessun sína yfir nýja áætlun um fjárstuðning við Palestínumenn upp á tæpa tíu milljarða króna sem þó mun ekki fara um hendur Hamas-stjórnarinnar og eins var Slóvenum heimilað formlega að taka upp evruna í byrjun næsta árs.. Þá var framkvæmdastjórninni falið að skilgreina getu sambandsins til að taka við fleiri aðildarríkjum. Hins vegar var fallið frá því að gera slíkt mat að skilyrði fyrir inngöngu nýrra ríkja, nokkuð sem ríki á borð við Tyrki höfðu óttast mjög.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira