Bush Bandaríkjaforseti ganrýndi í gær dagblaðið New York Times harðlega fyrir að birta í síðustu viku frétt um að bandaríska leyniþjónsutan hefði fengið aðgang að alþjóðlegum gagnabanka um bankaviðskipti. Þetta fékkst í gegn skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin ellefta september 2001 til að rekja fjárstreymi tengt hryðjuverkastarfsemi. Var haft eftir yfirvöldum að fyllsta öryggis hefði verið gætt og ekki farið í gögn nema rökstuddur grunur lægi fyrir um tengsl við hryðjuverk. Bandaríkjaforseti sagði fréttafluttning New York Times og fleiri miðla skammarlegan og torvelda baráttuna gegn hryðjuverkum. Hægrimenn í Bandaríkjunum hafa krafist þess að ritstjórar blaðsins verði ákærðir fyrir landráð en ólíklegt er talið að af því verði.
