Tilraunaflaugum skotið á loft frá Norður-Kóreu 4. júlí 2006 22:30 Svo gæti farið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar seint í kvöld eða í nótt til að ræða tilraunaskot Norður-Kóreumanna á fjórum eldflaugum. Ein þeirra er sögð langdræg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Norður-Kóreumenn hafi skotið þremur eldflaugum á loft í kvöld í tilraunaskyni. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa í ráðuneytinu að ein þeirra hafi verið langdræg og af gerðinni Teopodong 2. Tilraunaskotið á þeirri flaug misheppnaðist þó og flaugin lenti í sjónum á miðri leið. Í síðasta mánuði var greint frá því að Norður-Kóreumenn hyggðust skjóta flaug af Taepodong tvö gerð á loft en flaugar af þessari gerð geta borið kjarnaodda og dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu sögðu skömmu síðar að engin hætta væri á að tilraunaskot væri á næsta leiti því enn væri eftir að ganga frá ýmsu áður en af því gæti orðið. Samkvæmt fréttum kvöldsins virðist því sem tæknimönnum í Norður-Kóreu hafi tekist að yfirstíga einhverja tæknilega þröskulda en ekki þó alla. Aðrar flaugar sem skotið var á loft eru ýmist sagðar af Scud- eða Rodong-gerð og eru þær síðarnefndu meðaldrægar. Þær munu hafa hafnað í Japanshafi um fimm til sex hundruð kílómetrum undan vesturströnd japönsku eyjunnar Hokkaido. Hugsanlegt er að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins í kvöld eða í nótt. John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu, segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað verði til fundar. Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Ætla má að japönsk stjórnvöld séu ósátt við þessi tilraunaskot þar sem samningur hefur verið í gildi milli Japans og Norður-Kóreu síðan 2002 um bann við tilraunaskotum og var hann endurnýjaður fyrir tveimur árum. Bandaríkin, Japan og önnur ríki hafa ráðið Norður-Kóreumönnum frá því að gera tilraunir með langdrægar flaugar og sagst líta á slíkt sem ögrun. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea, Kína, Rússland og Japan hafa reynt að fá Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni frá því árið 2002 en þær viðræður hafa siglt í strand á síðustu mánuðum. Erlent Fréttir Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Svo gæti farið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar seint í kvöld eða í nótt til að ræða tilraunaskot Norður-Kóreumanna á fjórum eldflaugum. Ein þeirra er sögð langdræg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Norður-Kóreumenn hafi skotið þremur eldflaugum á loft í kvöld í tilraunaskyni. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa í ráðuneytinu að ein þeirra hafi verið langdræg og af gerðinni Teopodong 2. Tilraunaskotið á þeirri flaug misheppnaðist þó og flaugin lenti í sjónum á miðri leið. Í síðasta mánuði var greint frá því að Norður-Kóreumenn hyggðust skjóta flaug af Taepodong tvö gerð á loft en flaugar af þessari gerð geta borið kjarnaodda og dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu sögðu skömmu síðar að engin hætta væri á að tilraunaskot væri á næsta leiti því enn væri eftir að ganga frá ýmsu áður en af því gæti orðið. Samkvæmt fréttum kvöldsins virðist því sem tæknimönnum í Norður-Kóreu hafi tekist að yfirstíga einhverja tæknilega þröskulda en ekki þó alla. Aðrar flaugar sem skotið var á loft eru ýmist sagðar af Scud- eða Rodong-gerð og eru þær síðarnefndu meðaldrægar. Þær munu hafa hafnað í Japanshafi um fimm til sex hundruð kílómetrum undan vesturströnd japönsku eyjunnar Hokkaido. Hugsanlegt er að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins í kvöld eða í nótt. John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu, segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað verði til fundar. Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Ætla má að japönsk stjórnvöld séu ósátt við þessi tilraunaskot þar sem samningur hefur verið í gildi milli Japans og Norður-Kóreu síðan 2002 um bann við tilraunaskotum og var hann endurnýjaður fyrir tveimur árum. Bandaríkin, Japan og önnur ríki hafa ráðið Norður-Kóreumönnum frá því að gera tilraunir með langdrægar flaugar og sagst líta á slíkt sem ögrun. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea, Kína, Rússland og Japan hafa reynt að fá Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni frá því árið 2002 en þær viðræður hafa siglt í strand á síðustu mánuðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira