Vegna malbikunar verður lokað fyrir umferð í suðurátt eftir Vesturlandsvegi, þjóðvegi númer eitt, frá Grundartangavegi að Akrafjallsvegi við Hvalfjarðargöng í dag og næstu tvo daga.
Akrein til suðurs verður lokuð frá hálfátta um morgun til klukkan átta um kvöld á þessu tímabili. Vegfarendum er bent á að aka Akrafjallsveg, það er krókinn vestur fyrir Akrafjall, til að komast að norðurenda Hvalfjarðarganganna.