Íslenskur ríkisborgari sagður með falsað vegabréf í Tel Aviv 23. ágúst 2006 12:00 Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum er í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael sakaður um að hafa ferðast á fölsuðu vegabréfi. Ættingjar mannsins hér heima og í Ísrael reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að honum verði vísað frá Ísrael. Abraham Shwaiki lenti á flugvellinum í Tel Aviv klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Hann lagði af stað frá Íslandi í gær og millilenti í Lundúnum. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, þar á meðal veikan föður í Ísrael. Abraham, öðru nafni Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Við komuna til Ísrael var hann kallaður til yfirheyrslu hjá flugvallaryfirvöldum. Síminn var fljótlega tekinn af honum ásamt öðru en áður hafði hann náð símasambandi við konu sína. Hann fékk ekkert að vita af ástæðu þess að hann var í haldi fyrstu tvær klukkustundirnar. Síðan fékk hann að vita að yfirvöld teldu vegabréfið falsað þar sem nafn hans er sagt Abraham en því var breytt úr Ibrahim þegar hann gerðist íslenskur ríkisborgari. Auk þess er fæðingarstaður sagður Jerúsalem í stað Ísraels þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki. Í stað þess að setja fæðingarstaðinn Ísrael í vegabréfið var ákveðið að setja Jerúsalem og það taka Ísraelar ekki gilt. Það sama hefur verið gert í vegabréfi Faraj, bróður Abrahams. Þar er fæðingarstaðurinn tilgreindur sem Jerúsalem. Díana segir næsta skref að koma í veg fyrir að maður hennar verði sendur aftur heim. Hún sé að vinna að því í samvinnu við íslenska utanríkisráðuneytið og ættingja hans í Ísrael. Hún segir ljóst að málið sé alvarlegt þar sem vegabréf Abrahams hafi verið ógilt en það leyfist ekki samkvæmt lögum en þær upplýsingar hafi hún fengið hjá utanríkisráðuneytinu. Að öllu óbreyttu bíst Díana við því að eiginmaður hennar verði sendur heim með næstu vél British Airways sem fer í loftið frá Tel Aviv klukkan tvö að íslenskum tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum er í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael sakaður um að hafa ferðast á fölsuðu vegabréfi. Ættingjar mannsins hér heima og í Ísrael reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að honum verði vísað frá Ísrael. Abraham Shwaiki lenti á flugvellinum í Tel Aviv klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Hann lagði af stað frá Íslandi í gær og millilenti í Lundúnum. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, þar á meðal veikan föður í Ísrael. Abraham, öðru nafni Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Við komuna til Ísrael var hann kallaður til yfirheyrslu hjá flugvallaryfirvöldum. Síminn var fljótlega tekinn af honum ásamt öðru en áður hafði hann náð símasambandi við konu sína. Hann fékk ekkert að vita af ástæðu þess að hann var í haldi fyrstu tvær klukkustundirnar. Síðan fékk hann að vita að yfirvöld teldu vegabréfið falsað þar sem nafn hans er sagt Abraham en því var breytt úr Ibrahim þegar hann gerðist íslenskur ríkisborgari. Auk þess er fæðingarstaður sagður Jerúsalem í stað Ísraels þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki. Í stað þess að setja fæðingarstaðinn Ísrael í vegabréfið var ákveðið að setja Jerúsalem og það taka Ísraelar ekki gilt. Það sama hefur verið gert í vegabréfi Faraj, bróður Abrahams. Þar er fæðingarstaðurinn tilgreindur sem Jerúsalem. Díana segir næsta skref að koma í veg fyrir að maður hennar verði sendur aftur heim. Hún sé að vinna að því í samvinnu við íslenska utanríkisráðuneytið og ættingja hans í Ísrael. Hún segir ljóst að málið sé alvarlegt þar sem vegabréf Abrahams hafi verið ógilt en það leyfist ekki samkvæmt lögum en þær upplýsingar hafi hún fengið hjá utanríkisráðuneytinu. Að öllu óbreyttu bíst Díana við því að eiginmaður hennar verði sendur heim með næstu vél British Airways sem fer í loftið frá Tel Aviv klukkan tvö að íslenskum tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira