Segir tæki og tól ekki keypt heldur leigð 21. september 2006 12:49 MYND/Teitur Íslensk stjórnvöld munu leigja bæði snjóruðningstæki og tækjabúnað Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ásamt ýmiss konar fjarskiptabúnaði af Bandaríkjamönnum þegar herinn hverfur endanlega af landi brott í næstu viku. Þetta hefur Suðurnesjablaðið Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum. Nú eru aðeins tíu dagar þar til varnarstöðinni á Miðnesheiði verður endanlega lokað. Viðræður um viðskilnaðinn hafa staðið á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda hafa staðið allt frá því að tilkynnt var um brottflutninginn í mars síðastliðnum og segir forsætisráðherra að niðurstaðan verði kynnt öðru hvorum megin við helgina. Víkurfréttir segjast hins vegar hafa heimildir fyrir því að samningur milli landanna hafi leigið fyrir um nokkurt skeið og einungis þurfi að staðfesta hann með undirritun. Samkvæmt heimildarmönnunum munu bandarísk stjórnvöld skila öllu landsvæði og byggingum sem hafa verið innan marka varnarsvæðis að undanskildum byggingum fjarskiptamiðstöðvarinnar við Grindavík. Þá hafa Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum að íslensk stjórnvöld muni leigja, fyrir litla fjárhæð, þau tæki og tól á varnarsvæðinu sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir Íslendinga við rekstur alþjóðaflugvallarins. Þar er átt við snjóruðningstæki, búnað slökkviliðs og fjarskiptabúnað. Hins vegar sé ekki hægt að kaupa búnaðinn þar sem hann flokkist sem hergögn sem bandarísk lög banni að látin séu af hendi. Heimildir Víkurfrétta herma enn fremur að Bandaríkjamenn muni leggja til ákveðna upphæð til hreinsunar á svæðinu með þeim fyrirvara þó að ef í ljós kemur á næstu misserum að velferð fólks stafi hætta af mengun muni stjórnvöld landanna funda til að komast að niðurstöðu um hugsanlegar bætur eða aðrar aðgerðir. Engin ákvörðun liggur hins vegar fyrir um hvað gert verður við húnsæði á vellinum en meðal hugsmynda sem komið hafa fram er að lögregluskólinn verði fluttur þangað og þá hefur umhverfisráðherra viðrað þá hugmynd að starfsemi Náttúrufræðistofnunar verði flutt þangað. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu leigja bæði snjóruðningstæki og tækjabúnað Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ásamt ýmiss konar fjarskiptabúnaði af Bandaríkjamönnum þegar herinn hverfur endanlega af landi brott í næstu viku. Þetta hefur Suðurnesjablaðið Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum. Nú eru aðeins tíu dagar þar til varnarstöðinni á Miðnesheiði verður endanlega lokað. Viðræður um viðskilnaðinn hafa staðið á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda hafa staðið allt frá því að tilkynnt var um brottflutninginn í mars síðastliðnum og segir forsætisráðherra að niðurstaðan verði kynnt öðru hvorum megin við helgina. Víkurfréttir segjast hins vegar hafa heimildir fyrir því að samningur milli landanna hafi leigið fyrir um nokkurt skeið og einungis þurfi að staðfesta hann með undirritun. Samkvæmt heimildarmönnunum munu bandarísk stjórnvöld skila öllu landsvæði og byggingum sem hafa verið innan marka varnarsvæðis að undanskildum byggingum fjarskiptamiðstöðvarinnar við Grindavík. Þá hafa Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum að íslensk stjórnvöld muni leigja, fyrir litla fjárhæð, þau tæki og tól á varnarsvæðinu sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir Íslendinga við rekstur alþjóðaflugvallarins. Þar er átt við snjóruðningstæki, búnað slökkviliðs og fjarskiptabúnað. Hins vegar sé ekki hægt að kaupa búnaðinn þar sem hann flokkist sem hergögn sem bandarísk lög banni að látin séu af hendi. Heimildir Víkurfrétta herma enn fremur að Bandaríkjamenn muni leggja til ákveðna upphæð til hreinsunar á svæðinu með þeim fyrirvara þó að ef í ljós kemur á næstu misserum að velferð fólks stafi hætta af mengun muni stjórnvöld landanna funda til að komast að niðurstöðu um hugsanlegar bætur eða aðrar aðgerðir. Engin ákvörðun liggur hins vegar fyrir um hvað gert verður við húnsæði á vellinum en meðal hugsmynda sem komið hafa fram er að lögregluskólinn verði fluttur þangað og þá hefur umhverfisráðherra viðrað þá hugmynd að starfsemi Náttúrufræðistofnunar verði flutt þangað.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira