Útgefendur Nyhedsavisen gagnrýndir 5. október 2006 19:00 Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun. Jørn Astrup Hansen er hagfræðingur og fyrrum seðlabankastjóri í Færeyjum. Hann hefur kannað fjármögnun Nyhedsavisen fyrir fagtímarit danska blaðamannafélagsins. Danskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Dagsbrún Mediafund, fjárfestingarsjóður sem eigi að standa að baki rekstri blaðsins, hafi ekki verið stofnaður og telur Hansen það ótrúverðugt að ekki hafi þegar verið gefið upp hverjir standi að baki honum. Dagsbrún, móðurfélag 365, hafi heldur ekki upplýst hvenær það verði gert og blaðið komi út í fyrsta sinn á morgun. Nyhedsavisen verður þriðja danska fríblaðið en fyrir eru Dato og 24 tímar. Í danska blaðinu Politiken er bent á að Dagsbrún hafi tekið þá ákvörðun að loka fréttasjónvarpsstöðinni NFS í síðasta mánuði vegna taps. Telur því Hansen erfitt að trúa því að félagið getið staðið undir útgáfunni í Danmörku. Danska blaðið Berglinske Tidene lagði fimm spurningar fyrir Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóra Nyhedsavisen. Hann svarar þeim skriflega og segir það ætlun útgefenda að fjármagna reksturinn í gegnum sjóð og segir hann ekki ástæðu til að hafa peningáhyggjur við útgáfuna. Hann segir það rangt að fjárfestar hafi ekki fengist. Fyrir liggi átta hundruð milljónir danskra króna sem Baugur hafi heitið gerist þess þörf en Nielsen eigi ekki von á því að þurfa að sækja í það fé. Hann segir nú mestu skipta að gefa út gott blað og aðstandendur þess séu tilbúnir í slaginn. Nokkur viðskipti hafa verið með hlutafé í Dagsbrún síðustu daga. Á þriðjudag seldi Klapparás ehf., félag í eigu Árna Haukssonar, hlutafé í Dagsbrún að upphæð rúmlega hundrað milljóna króna. Í gær seldi síðan Selsvör, félag í eigu Árna, Þórdísar Sigurðardóttur, og Gunnars Smára Egilssonar, hlut í Dagsbrún að verðmæti rétt rúmra fjögur hundruð milljóna króna og var kaupandi Þórdís. Hún og Árni eiga bæði sæti í stjórn Dagsbrúnar en Gunnar Smári stýrir útgáfusjóði Nyhedsavisen. Erlent Fréttir Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun. Jørn Astrup Hansen er hagfræðingur og fyrrum seðlabankastjóri í Færeyjum. Hann hefur kannað fjármögnun Nyhedsavisen fyrir fagtímarit danska blaðamannafélagsins. Danskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Dagsbrún Mediafund, fjárfestingarsjóður sem eigi að standa að baki rekstri blaðsins, hafi ekki verið stofnaður og telur Hansen það ótrúverðugt að ekki hafi þegar verið gefið upp hverjir standi að baki honum. Dagsbrún, móðurfélag 365, hafi heldur ekki upplýst hvenær það verði gert og blaðið komi út í fyrsta sinn á morgun. Nyhedsavisen verður þriðja danska fríblaðið en fyrir eru Dato og 24 tímar. Í danska blaðinu Politiken er bent á að Dagsbrún hafi tekið þá ákvörðun að loka fréttasjónvarpsstöðinni NFS í síðasta mánuði vegna taps. Telur því Hansen erfitt að trúa því að félagið getið staðið undir útgáfunni í Danmörku. Danska blaðið Berglinske Tidene lagði fimm spurningar fyrir Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóra Nyhedsavisen. Hann svarar þeim skriflega og segir það ætlun útgefenda að fjármagna reksturinn í gegnum sjóð og segir hann ekki ástæðu til að hafa peningáhyggjur við útgáfuna. Hann segir það rangt að fjárfestar hafi ekki fengist. Fyrir liggi átta hundruð milljónir danskra króna sem Baugur hafi heitið gerist þess þörf en Nielsen eigi ekki von á því að þurfa að sækja í það fé. Hann segir nú mestu skipta að gefa út gott blað og aðstandendur þess séu tilbúnir í slaginn. Nokkur viðskipti hafa verið með hlutafé í Dagsbrún síðustu daga. Á þriðjudag seldi Klapparás ehf., félag í eigu Árna Haukssonar, hlutafé í Dagsbrún að upphæð rúmlega hundrað milljóna króna. Í gær seldi síðan Selsvör, félag í eigu Árna, Þórdísar Sigurðardóttur, og Gunnars Smára Egilssonar, hlut í Dagsbrún að verðmæti rétt rúmra fjögur hundruð milljóna króna og var kaupandi Þórdís. Hún og Árni eiga bæði sæti í stjórn Dagsbrúnar en Gunnar Smári stýrir útgáfusjóði Nyhedsavisen.
Erlent Fréttir Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira