Sprengi fyrr en síðar 6. október 2006 19:00 MYND/AP Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu. Helst beinast augu manna að gamalli námu, sem mikil umferð hefur verið við. Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu um það á þriðjudaginn, að kjarnorkusprengingar væri að vænta innan skamms. Ef Kóreumenn láta verða af því að sprengja, mun það gjörbreyta stöðunni í þessum heimshluta og það má búast við miklu uppnámi. Nágrannaríki eins og Japan og Suður-Kórea hafa lýst því yfir að það sé óafsakanlegt og ófyrirgefanlegt af Norður-Kóreu að sprengja kjarnorkusprengju. Vesturlönd eru á sama máli og hafa varað Kóreumenn alvarlega við að gera alvöru úr hótun sinni. Bill Clinton, var á sínum tíma kominn á fremsta hlunn með að fyrirskipa loftárásir á Norður-Kóreu til þess að eyðileggja kjarnorkuver þeirra. Alls er óljóst hverjar afleiðingarnar yrðu af sprengingu, í dag, en nokkuð víst að þær yrðu alvarlegar. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir veikleika alþjóðasamfélagsins afhjúpast ef af kjarnorkutilraununum verði. Þær muni breyta ásýnd heimsmála eins og hún þekkist í dag. Þess yrði þá ekki langt að bíða að önnur lönd kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Bandarísk herflugvél búin sérstökum geislunar-mælibúnaði er í Japan vegna hættunnar. Hún er staðsett í Bandarísku herstöðinni í Okinawa og fór í eftirlitsflug í gær. Kim Il-Jong leiðtogi Norður Kóreu fundaði með yfirmenn hersins og hvatti þá til að auka varnir landsins. En Kim hefur sagt að ástæða tilraunarinnar sé yfirvofandi hætta á kjarnorkuárás frá Bandaríkjamönnum. Ráðamenn í Washington hafa sagt það fyrirslátt. Engin hætta sé á árás. En kjarnorkudeilur heimsins eru fleiri. Íranar hafa enn ekki viljað setjast aftur að samningaborðinu til að reyna að leysa deilu sína við vesturveldin. Helstu fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands komu saman í Lundúnum í dag til að ræða næstu skref. Kínverjar og Rússar segjast andvígir refsiaðgerðum. Ætla má að málinu verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem rætt verði um mögulegar refsiaðgerðir á fundi í næstu viku. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma yfirlýsingu síðdegis þar sem stjórnvöld í Pyongyang eru hvött til að hætta við fyrirhugaðar tilraunir með kjarnorkusprengjur. Varað er við óskilgreindum aðgerðum verði tilraunir gerðar. Erlent Fréttir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu. Helst beinast augu manna að gamalli námu, sem mikil umferð hefur verið við. Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu um það á þriðjudaginn, að kjarnorkusprengingar væri að vænta innan skamms. Ef Kóreumenn láta verða af því að sprengja, mun það gjörbreyta stöðunni í þessum heimshluta og það má búast við miklu uppnámi. Nágrannaríki eins og Japan og Suður-Kórea hafa lýst því yfir að það sé óafsakanlegt og ófyrirgefanlegt af Norður-Kóreu að sprengja kjarnorkusprengju. Vesturlönd eru á sama máli og hafa varað Kóreumenn alvarlega við að gera alvöru úr hótun sinni. Bill Clinton, var á sínum tíma kominn á fremsta hlunn með að fyrirskipa loftárásir á Norður-Kóreu til þess að eyðileggja kjarnorkuver þeirra. Alls er óljóst hverjar afleiðingarnar yrðu af sprengingu, í dag, en nokkuð víst að þær yrðu alvarlegar. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir veikleika alþjóðasamfélagsins afhjúpast ef af kjarnorkutilraununum verði. Þær muni breyta ásýnd heimsmála eins og hún þekkist í dag. Þess yrði þá ekki langt að bíða að önnur lönd kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Bandarísk herflugvél búin sérstökum geislunar-mælibúnaði er í Japan vegna hættunnar. Hún er staðsett í Bandarísku herstöðinni í Okinawa og fór í eftirlitsflug í gær. Kim Il-Jong leiðtogi Norður Kóreu fundaði með yfirmenn hersins og hvatti þá til að auka varnir landsins. En Kim hefur sagt að ástæða tilraunarinnar sé yfirvofandi hætta á kjarnorkuárás frá Bandaríkjamönnum. Ráðamenn í Washington hafa sagt það fyrirslátt. Engin hætta sé á árás. En kjarnorkudeilur heimsins eru fleiri. Íranar hafa enn ekki viljað setjast aftur að samningaborðinu til að reyna að leysa deilu sína við vesturveldin. Helstu fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands komu saman í Lundúnum í dag til að ræða næstu skref. Kínverjar og Rússar segjast andvígir refsiaðgerðum. Ætla má að málinu verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem rætt verði um mögulegar refsiaðgerðir á fundi í næstu viku. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma yfirlýsingu síðdegis þar sem stjórnvöld í Pyongyang eru hvött til að hætta við fyrirhugaðar tilraunir með kjarnorkusprengjur. Varað er við óskilgreindum aðgerðum verði tilraunir gerðar.
Erlent Fréttir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira