Ekki fengu allir Nyhedsavisen 6. október 2006 20:45 Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Ekki var hægt að prenta 250.000 eintök af blaðinu vegna bilunar í prentvél í Kaupmannahöfn. Auk þessa klikkaði dreifingin sums staðar. Henrik Berggreen, lektor í danska blaðamannaháskólanum, segist almennt séð hafa orðið fyrir vonbriðgum. Hann fékk blaðið ekki borið út til sín í morgun. Hann varð sér þó úti um Nyhedsavisen og bar fyrsta eintakið saman við hin fríblöðin. Hann telur útlit blaðsins gott, það ágætlega skrifað, burtséð frá nokkrum prentvillum, og segir að blaðamenn eigi ágætis spretti í efnistökum, en sér finnst þetta ekki byltingarkennt dagblað. Sem dæmi séu þrjár ómerkilegar fréttir á forsíðunni, að hans mati. Ef hann hefði ekki verið að gera samanburð á þessum blöðum hefði hann flett yfir forsíðuna. Tvö stærstu útgáfufélög Danmerkur náðu að verða á undan Nyhedsavisen með fríblöðin Dato og 24 tímar. Fred Jacobsen, varaformaður danska blaðamannafélagsins, spyr hversu mikla orku og fjármuni sé búið að setja í þetta dagblaðastríð. Seinna gæti dagblaðabransinn haft þörf fyrir þessa peninga og þá gæti fjárskorturinn bitnað bæði á gæðum blaðanna og félagsmönnum blaðamannafélagsins. Ritstjóri danska fréttablaðsins sagði í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í morgun að Nyhedsavisen ætti að bera saman við áskrifarblöðin en ekki hin fríblöðin, hvað gæði og efnistök varðar. Henrik segir gott að hafa metnað til þess að ná sömu gæðum og áskriftarblöðin, en sér finnst blaðið ekki eiga það skilið í dag að vera borið saman við þau blöð. Ef hann skoði Nyhedsavisen annars vegar og 24 tíma hins vegar, þá sjái hann að Nyhedsavisen líti betur út og virki meira traustvekjandi. En í raun og veru finnst honum að í dag sé meira að lesa í 24 tímum. Erlent Fréttir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Ekki var hægt að prenta 250.000 eintök af blaðinu vegna bilunar í prentvél í Kaupmannahöfn. Auk þessa klikkaði dreifingin sums staðar. Henrik Berggreen, lektor í danska blaðamannaháskólanum, segist almennt séð hafa orðið fyrir vonbriðgum. Hann fékk blaðið ekki borið út til sín í morgun. Hann varð sér þó úti um Nyhedsavisen og bar fyrsta eintakið saman við hin fríblöðin. Hann telur útlit blaðsins gott, það ágætlega skrifað, burtséð frá nokkrum prentvillum, og segir að blaðamenn eigi ágætis spretti í efnistökum, en sér finnst þetta ekki byltingarkennt dagblað. Sem dæmi séu þrjár ómerkilegar fréttir á forsíðunni, að hans mati. Ef hann hefði ekki verið að gera samanburð á þessum blöðum hefði hann flett yfir forsíðuna. Tvö stærstu útgáfufélög Danmerkur náðu að verða á undan Nyhedsavisen með fríblöðin Dato og 24 tímar. Fred Jacobsen, varaformaður danska blaðamannafélagsins, spyr hversu mikla orku og fjármuni sé búið að setja í þetta dagblaðastríð. Seinna gæti dagblaðabransinn haft þörf fyrir þessa peninga og þá gæti fjárskorturinn bitnað bæði á gæðum blaðanna og félagsmönnum blaðamannafélagsins. Ritstjóri danska fréttablaðsins sagði í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í morgun að Nyhedsavisen ætti að bera saman við áskrifarblöðin en ekki hin fríblöðin, hvað gæði og efnistök varðar. Henrik segir gott að hafa metnað til þess að ná sömu gæðum og áskriftarblöðin, en sér finnst blaðið ekki eiga það skilið í dag að vera borið saman við þau blöð. Ef hann skoði Nyhedsavisen annars vegar og 24 tíma hins vegar, þá sjái hann að Nyhedsavisen líti betur út og virki meira traustvekjandi. En í raun og veru finnst honum að í dag sé meira að lesa í 24 tímum.
Erlent Fréttir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira