Vilja aftur að samningaborðinu 13. október 2006 20:21 MYND/AP Norður-kóreumenn eru tilbúnir til að snúa aftur að samningaborðinu og ræða næstu skref í kjarnorkudeilu sinni við vesturveldin. Alexander Alexeyev, vara-utanríkisráðherra Rússlands, sagði þetta í viðtali við Itar-Tass fréttastofuna síðdegis í dag. Ekki kemur fram í fréttinni að stjórnvöld í Pyongyang setji nokkur skilyrði fyrir því að hefja viðræður á ný eftir tæplega eins árs hlé. Bandaríkjamenn sendu í dag Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýja og mildari ályktun um aðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum, en andstaða var við fyrri tillögur frá Rússum og Kínverjum. Í nýju ályktuninni eru viðskiptahöft milduð og ekki gert ráð fyrir hernaðaraðgerðum. Rússar og Kínverjar hafa verið andvígir hörðum refsiaðgerðum vegna kjarnorkusprengingar Norður-kóreumanna fyrr í vikunni. Spurningar hafa vaknað um hvort kjarnorkusprengja hafi í raun verið notuð þegar fjölmiðlar greindu frá því í dag að engin merki hefðu fundist um geislavirkni í loftsýnum sem Bandaríkjamenn tóku. Ónafngreindur bandarískur embættismaður segir að á þessu geti verið þrjár skýringar. Námugöngin hafi verið svo kyrfilega lokuð að ekkert geislavirk ryk hafi borist út, sprengjan hafi verið svo lítil að engin geislun hafi borist frá henni eða að Kóreumenn hafi einfaldlega notað venjulegt sprengiefni. Embættismaðurinn segir að á þessari stundu liggi ekki fyrir neinar sannanir fyrir því að Norður-Kórea hafi sprengt kjarnorkusprengju. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Norður-kóreumenn eru tilbúnir til að snúa aftur að samningaborðinu og ræða næstu skref í kjarnorkudeilu sinni við vesturveldin. Alexander Alexeyev, vara-utanríkisráðherra Rússlands, sagði þetta í viðtali við Itar-Tass fréttastofuna síðdegis í dag. Ekki kemur fram í fréttinni að stjórnvöld í Pyongyang setji nokkur skilyrði fyrir því að hefja viðræður á ný eftir tæplega eins árs hlé. Bandaríkjamenn sendu í dag Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýja og mildari ályktun um aðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum, en andstaða var við fyrri tillögur frá Rússum og Kínverjum. Í nýju ályktuninni eru viðskiptahöft milduð og ekki gert ráð fyrir hernaðaraðgerðum. Rússar og Kínverjar hafa verið andvígir hörðum refsiaðgerðum vegna kjarnorkusprengingar Norður-kóreumanna fyrr í vikunni. Spurningar hafa vaknað um hvort kjarnorkusprengja hafi í raun verið notuð þegar fjölmiðlar greindu frá því í dag að engin merki hefðu fundist um geislavirkni í loftsýnum sem Bandaríkjamenn tóku. Ónafngreindur bandarískur embættismaður segir að á þessu geti verið þrjár skýringar. Námugöngin hafi verið svo kyrfilega lokuð að ekkert geislavirk ryk hafi borist út, sprengjan hafi verið svo lítil að engin geislun hafi borist frá henni eða að Kóreumenn hafi einfaldlega notað venjulegt sprengiefni. Embættismaðurinn segir að á þessari stundu liggi ekki fyrir neinar sannanir fyrir því að Norður-Kórea hafi sprengt kjarnorkusprengju.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira