Bandaríkjaforseti staðfestir frumvarp um yfirheyrsluaðferðir 17. október 2006 17:09 George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í júní að skipan herréttar í málum fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu færi gegn bandarískum lögum og ekki síður alþjóðalögum. Undirbúningur lagafrumvarpsins hófst þá þegar. Talsmaður bandarískra stjórnvalda sagði í dag að undirbúningur vegna réttarhalda yfir föngum í Guantanamo-fangabúðunum myndi nú hefjast. Vonast er til að hægt verði að rétta innan tíðar yfir Khalid Sheikh Mohammed, sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Um leið og Bush Bandaríkjaforseti undirritaði lögin í dag sagði hann þetta eitt fárra skipta þar sem forseti Bandaríkjanna undirritaði lög, fullviss um það að þau myndu leiða til þess að mannslífum yrði bjargað. Hann sagði að yfirheyrslur bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, yfir grunuðum hryðjuverkamönnum hefðu reynst ómetanlega og ný löggjöf myndi staðfesta vinnuaðferðir CIA. Samkvæmt nýju lögunum eru yfirheyrsluaðferðir bannaðar ef þær geti talist stríðsglæpir. Bandaríkjaforseta er heimilt að ákveða hvaða aðrar yfirheyrsluaðferðir teljist leyfilegar. Fjölmargir fangar eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum. Eftir er að rétta yfir þeim öllum. Samkvæmt nýju lögunum verður þeim leyft að sjá einhver sönnunargögn sem liggi fyrir gegn þeim, en ekki öll. Mannréttindasamtök segja lögin ekki tryggja réttindi fanga. Varnarmálaráðuneytið bandaríska hefur ákært 10 fanga og undirbýr ákærur á hendur 65 til viðbótar. Að sögn bandarískra yfirvalda eru um 450 fangar í Guantanamo-fangabúðunum. Erlent Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í júní að skipan herréttar í málum fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu færi gegn bandarískum lögum og ekki síður alþjóðalögum. Undirbúningur lagafrumvarpsins hófst þá þegar. Talsmaður bandarískra stjórnvalda sagði í dag að undirbúningur vegna réttarhalda yfir föngum í Guantanamo-fangabúðunum myndi nú hefjast. Vonast er til að hægt verði að rétta innan tíðar yfir Khalid Sheikh Mohammed, sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Um leið og Bush Bandaríkjaforseti undirritaði lögin í dag sagði hann þetta eitt fárra skipta þar sem forseti Bandaríkjanna undirritaði lög, fullviss um það að þau myndu leiða til þess að mannslífum yrði bjargað. Hann sagði að yfirheyrslur bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, yfir grunuðum hryðjuverkamönnum hefðu reynst ómetanlega og ný löggjöf myndi staðfesta vinnuaðferðir CIA. Samkvæmt nýju lögunum eru yfirheyrsluaðferðir bannaðar ef þær geti talist stríðsglæpir. Bandaríkjaforseta er heimilt að ákveða hvaða aðrar yfirheyrsluaðferðir teljist leyfilegar. Fjölmargir fangar eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum. Eftir er að rétta yfir þeim öllum. Samkvæmt nýju lögunum verður þeim leyft að sjá einhver sönnunargögn sem liggi fyrir gegn þeim, en ekki öll. Mannréttindasamtök segja lögin ekki tryggja réttindi fanga. Varnarmálaráðuneytið bandaríska hefur ákært 10 fanga og undirbýr ákærur á hendur 65 til viðbótar. Að sögn bandarískra yfirvalda eru um 450 fangar í Guantanamo-fangabúðunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira