Keflavík lagði Skallagrím í spennandi leik 19. október 2006 05:00 Keflvíkingar lögðu Borgnesinga í framlengingu í gærkvöldi Mynd/Daníel Rúnarsson Fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar hófst í gær þegar Keflvíkingar mættu Skallagrímsmönnum í íþróttahúsinu við sunnubraut en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og fór í framlengingu en lyktaði með naumum sigri Keflvíkinga 87-84. Leikurinn byrjaði með miklum látum og var mikið jafnræði með liðunum en Keflvíkingar tóku upp á því að spila stífari vörn eftir því sem leið á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var þó frekar stirðbusalegur á köflum. Bæði lið voru að berjast af miklum krafti en körfuboltinn var að sama skapi ekki áferðafallegur og hittnin úr þriggja stiga skotum var afspyrnuslök. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-20. Makedóníumennirnir tveir og bandaríkjamaðurinn fóru fyrir liði Skallagríms og meðan sóknarkrafts þeirra naut ekki við var sóknarleikurinn vandræðalegur. Jafnræði hélst með liðunum og var staðan í hálfleik 39-35 Keflvíkingum í vil. Skallagrímur spiluðu agan sóknarleik og sterka vörn í seinni hálfleik og komust yfir 43-46 strax þegar 3 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Á þessum leikkafla má segja að Magnús Gunnarsson hafi haldið Keflvíkingum á floti með sóknarleik sínum en hann var funheitur í þriggja stiga skotum sínum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 60-58 Keflvíkingum í vil en þegar sex mínútur voru eftir jafnaði makedóníumaðurinn leikinn 66-66 og allt var því í járnum. Þegar mínúta var eftir dæmdu dómarar leiksins ruðning á skallagrím sem vakti litla hrifningu hjá Val Ingimundarsyni þjálfara Skallagrímur en Pétur Sigurðsson jafnaði fyrir Skallagrím með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir. Keflvíkingar flýttu sér í sókn og svo fór að brotið var á Elentínusi Margeirssyni leikmanni Keflavíkur sem fékk tvö skot en brenndi af þeim báðum. Því varð að framlengja leikinn. Jermain Williams reið á vaðið fyrir Keflvíkinga þegar staðan var jöfn 84-84 en hann tryggði Keflvíkingum sigur með laglegu sniðskoti þegar 4 sekúndur voru eftir af framlenginginu en hann fékk auk þess vítaskot sem hann hitti úr og endaði leikurinn því 87-84 keflvíkingum í vil. Í liði Keflvíkinga voru Jermain Williams, Magnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson bestir en hjá Skallagrímsmönnum voru Makedóníumennirnir tveir drjúgir ásamt Darryl Flake og Pétri Sigurðssyni. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagrímsmanna var ekki ánægður með sína menn. "Við vorum bara klaufar að klúðra þessum leik. Við áttum að vinna Keflavík en nýttum okkur ekki gullið tækifæri til að fara með sigur af hólmi." Sigurður Ingimundarson var ánægður með leikinn og fannst sínir menn leika vel en hann sagði Skallagrímsmenn vera með hörkulið sem er til alls líklegt í vetur. Þótt leikurinn hafi verið spennandi er ljóst að bæði lið þurfa greinilega að fínpússa sinn leik en verða að öllum líkindum í toppbaráttunni í vetur. Stig Keflavíkur: Jermain Williams 25 (fráköst 11), Magnús Gunnarsson 22 (fráköst 11), Gunnar Einarsson 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Arnar Freyr Jónsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Halldór Örn Halldórsson 2, , Elentínus Margeirsson 1. Stig Skallagríms: Jovan Zdraveski 27, Darryl Flake 22 (13 fráköst), Pétur Sigurðsson 13, Dimitar Karadowski 11, Axel Kárason 4, Hafþór Gunnarsson 4 (6 stoðsendingar), Pálmi Sævarsson 2, Sveinn Blöndal 1. Áhorfendur: 250 Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson, góðir. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar hófst í gær þegar Keflvíkingar mættu Skallagrímsmönnum í íþróttahúsinu við sunnubraut en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og fór í framlengingu en lyktaði með naumum sigri Keflvíkinga 87-84. Leikurinn byrjaði með miklum látum og var mikið jafnræði með liðunum en Keflvíkingar tóku upp á því að spila stífari vörn eftir því sem leið á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var þó frekar stirðbusalegur á köflum. Bæði lið voru að berjast af miklum krafti en körfuboltinn var að sama skapi ekki áferðafallegur og hittnin úr þriggja stiga skotum var afspyrnuslök. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-20. Makedóníumennirnir tveir og bandaríkjamaðurinn fóru fyrir liði Skallagríms og meðan sóknarkrafts þeirra naut ekki við var sóknarleikurinn vandræðalegur. Jafnræði hélst með liðunum og var staðan í hálfleik 39-35 Keflvíkingum í vil. Skallagrímur spiluðu agan sóknarleik og sterka vörn í seinni hálfleik og komust yfir 43-46 strax þegar 3 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Á þessum leikkafla má segja að Magnús Gunnarsson hafi haldið Keflvíkingum á floti með sóknarleik sínum en hann var funheitur í þriggja stiga skotum sínum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 60-58 Keflvíkingum í vil en þegar sex mínútur voru eftir jafnaði makedóníumaðurinn leikinn 66-66 og allt var því í járnum. Þegar mínúta var eftir dæmdu dómarar leiksins ruðning á skallagrím sem vakti litla hrifningu hjá Val Ingimundarsyni þjálfara Skallagrímur en Pétur Sigurðsson jafnaði fyrir Skallagrím með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir. Keflvíkingar flýttu sér í sókn og svo fór að brotið var á Elentínusi Margeirssyni leikmanni Keflavíkur sem fékk tvö skot en brenndi af þeim báðum. Því varð að framlengja leikinn. Jermain Williams reið á vaðið fyrir Keflvíkinga þegar staðan var jöfn 84-84 en hann tryggði Keflvíkingum sigur með laglegu sniðskoti þegar 4 sekúndur voru eftir af framlenginginu en hann fékk auk þess vítaskot sem hann hitti úr og endaði leikurinn því 87-84 keflvíkingum í vil. Í liði Keflvíkinga voru Jermain Williams, Magnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson bestir en hjá Skallagrímsmönnum voru Makedóníumennirnir tveir drjúgir ásamt Darryl Flake og Pétri Sigurðssyni. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagrímsmanna var ekki ánægður með sína menn. "Við vorum bara klaufar að klúðra þessum leik. Við áttum að vinna Keflavík en nýttum okkur ekki gullið tækifæri til að fara með sigur af hólmi." Sigurður Ingimundarson var ánægður með leikinn og fannst sínir menn leika vel en hann sagði Skallagrímsmenn vera með hörkulið sem er til alls líklegt í vetur. Þótt leikurinn hafi verið spennandi er ljóst að bæði lið þurfa greinilega að fínpússa sinn leik en verða að öllum líkindum í toppbaráttunni í vetur. Stig Keflavíkur: Jermain Williams 25 (fráköst 11), Magnús Gunnarsson 22 (fráköst 11), Gunnar Einarsson 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Arnar Freyr Jónsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Halldór Örn Halldórsson 2, , Elentínus Margeirsson 1. Stig Skallagríms: Jovan Zdraveski 27, Darryl Flake 22 (13 fráköst), Pétur Sigurðsson 13, Dimitar Karadowski 11, Axel Kárason 4, Hafþór Gunnarsson 4 (6 stoðsendingar), Pálmi Sævarsson 2, Sveinn Blöndal 1. Áhorfendur: 250 Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson, góðir.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira