Hvalveiðar skaða Icelandair 26. október 2006 19:23 Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið. Icelandair hefur mikla hagsmuni að verja í hvalveiðimálinu og hefur ekki farið varhluta af andúð erlendis gegn þessum veiðum. Nýverið skipti félagið um eigendur í tugmilljarða viðskiptum þar sem miklum sóknarhug var lýst. Finnur Ingólfsson, einn af þeim sem voru í forsvari fyrir kjölfestufjárfestana lýsti miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í samtali við fréttastofu og sagði hana geta sett strik í reikninginn í vexti og viðgangi fyrirtækisins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir þessa ákvörðun vanhugsaða og segir að stjórnvöld verði að gera gangskör í að kynna hvað búi að baki. Hann segir engum vafa undirorpið að mögulega sé verið að fórna miklum hagsmunum enda velti ferðaþjónustan í landinu allt að hundrað milljónum króna á ári. Jón segir að fyrsta afbókunin frá stórum ferðaheildsala hafi borist í dag. Sendiherra Ísland í Lundúnum var kallaður á fund Ben Bradshaw sjávarútvegsráðherra Breta þar sem hann ítrekaði andúð - ef ekki andstyggð - breska ríkisins á hvalveiðum íslendinga. Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæmdu þessa ákvörðun Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra í dag og skorðu á Sturlu Böðvarsson, ráðherra ferðamála að beita sér fyrir endurskoðun ákvörðunarinnar í ríkisstjórninni. Stefán Guðmundsson sem rekur hvalaskoðunarfyrirtæki harmar þessar hvalveiðar - telur þær vera skðaræði - en leggur til millileið. Hann telur að rétt sé að skilgreina risastór griðarsvæð fyrir hvali í grennd við landið þar sem hvalveiðar verði bannaðar. Ef menn vilji veiða hvali eigi að gera það af frystitogurum þar sem hvalirnir eru skornir um borð og koma helst ekki að landi nema í "pappakössum" - jafnvel í skjóli nætur. Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið. Icelandair hefur mikla hagsmuni að verja í hvalveiðimálinu og hefur ekki farið varhluta af andúð erlendis gegn þessum veiðum. Nýverið skipti félagið um eigendur í tugmilljarða viðskiptum þar sem miklum sóknarhug var lýst. Finnur Ingólfsson, einn af þeim sem voru í forsvari fyrir kjölfestufjárfestana lýsti miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í samtali við fréttastofu og sagði hana geta sett strik í reikninginn í vexti og viðgangi fyrirtækisins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir þessa ákvörðun vanhugsaða og segir að stjórnvöld verði að gera gangskör í að kynna hvað búi að baki. Hann segir engum vafa undirorpið að mögulega sé verið að fórna miklum hagsmunum enda velti ferðaþjónustan í landinu allt að hundrað milljónum króna á ári. Jón segir að fyrsta afbókunin frá stórum ferðaheildsala hafi borist í dag. Sendiherra Ísland í Lundúnum var kallaður á fund Ben Bradshaw sjávarútvegsráðherra Breta þar sem hann ítrekaði andúð - ef ekki andstyggð - breska ríkisins á hvalveiðum íslendinga. Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæmdu þessa ákvörðun Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra í dag og skorðu á Sturlu Böðvarsson, ráðherra ferðamála að beita sér fyrir endurskoðun ákvörðunarinnar í ríkisstjórninni. Stefán Guðmundsson sem rekur hvalaskoðunarfyrirtæki harmar þessar hvalveiðar - telur þær vera skðaræði - en leggur til millileið. Hann telur að rétt sé að skilgreina risastór griðarsvæð fyrir hvali í grennd við landið þar sem hvalveiðar verði bannaðar. Ef menn vilji veiða hvali eigi að gera það af frystitogurum þar sem hvalirnir eru skornir um borð og koma helst ekki að landi nema í "pappakössum" - jafnvel í skjóli nætur.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira