Ísraelskir hermenn skutu sex Palestínumenn til bana, þar af fimm vígamenn, og særðu 33 í röð loftárása og byssubardaga á norðurhluta Gaza-svæðisins, samkvæmt fréttum frá palenstínskum öryggisyfirvöldum.
Vopnaður armur Hamas-samtakanna segir að vígamenn hans hafi banað ísraelskum hermanni þegar þeir réðust á ísraelska bílalest sem bar loftskeyti. Ísraelski herinn hefur ekki tjáð sig um málið.