Búist við spennandi kosninganótt 7. nóvember 2006 18:45 Bandaríski demókrataflokkurinn fær meirihluta í fulltrúadeildinni í þingkosningunum í dag ef marka má skoðanakannanir. Því er spáð að repúblíkanar haldi meirihluta sínum í öldungadeild. Kosningabaráttan hefur verið hörð og hafa demókratar tapað niður nokkru forskoti á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu í dag til að kjósa milli frambjóðenda til beggja þingdeilda. Kosið er um öll 435 þingsæti í fulltrúadeild og 33 öldungadeildarþingsæti, eða þriðjung þeirra. Auk þess er kosið um fylkisstjóra í 36 fylkjum. Einnig eru greidd atkvæði í nokkrum ríkjum um lagasetningar innan þeirra, meðal annars um hjónabönd samkynhneigðra, rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum og lágmarkslaun. Þess fyrir utan líta margir á kosningarnar nú sem atkvæðagreiðslu um stefnu Bush stjórnarinnar í Írak og á ýmsum öðrum sviðum. Einhverjir kjósendur sögðust hafa greitt atkvæði gegn ástandinu í Írak, aðrir sögðu þörf á að breyta til í þingdeildunum. Aðrir sögðu þörf á staðfestu í stefnu gagnvart Írak og það viðhorf endurspeglaði val þeirra. Bush Bandaríkjaforseti greiddi atkvæði í Crawford í Texas. Aðspurður sagðist hann búinn að gera upp hug sinn þar sem hann gekk inn á kjörstað í Crawford í Texas. Forsetinn hefur farið fylkjanna á milli síðustu daga til að styðja flokkssystkini í baráttunni við demókrata. Ekki hafa þó allir tekið honum fagnandi og sem dæmi þurfti Bush einn að brýna kjósendur flokksins í Flórída í gær þar sem frambjóðandi repúblíkana til fylkisstjóra þar kaus að reka endahnútinn á kosningabaráttu sína fjarri forsetanum. Hilary Clinton er einn öldungardeildarþingmanna berst fyrir sæti sínu nú. Hún sagðist vonast eftir góðri kosningaþátttöku þar sem margt sé í húfi. Hún segist vona að demókratar fái meirihluta í þingdeildunum. Ekki er þó líklegt að þingmanninum verði að ósk sinni hvað varðar kjörsókn því ekki er búist við að hún fari yfir 40%. Fyrstu kjörstöðum verður lokað um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma og má búast við fyrstu tölum upp úr miðnætti. Nánar verður fjallað um kosningarnar í Íslandi í dag hér á eftir og fylgst með úrslitum hér á visir.is Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Bandaríski demókrataflokkurinn fær meirihluta í fulltrúadeildinni í þingkosningunum í dag ef marka má skoðanakannanir. Því er spáð að repúblíkanar haldi meirihluta sínum í öldungadeild. Kosningabaráttan hefur verið hörð og hafa demókratar tapað niður nokkru forskoti á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu í dag til að kjósa milli frambjóðenda til beggja þingdeilda. Kosið er um öll 435 þingsæti í fulltrúadeild og 33 öldungadeildarþingsæti, eða þriðjung þeirra. Auk þess er kosið um fylkisstjóra í 36 fylkjum. Einnig eru greidd atkvæði í nokkrum ríkjum um lagasetningar innan þeirra, meðal annars um hjónabönd samkynhneigðra, rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum og lágmarkslaun. Þess fyrir utan líta margir á kosningarnar nú sem atkvæðagreiðslu um stefnu Bush stjórnarinnar í Írak og á ýmsum öðrum sviðum. Einhverjir kjósendur sögðust hafa greitt atkvæði gegn ástandinu í Írak, aðrir sögðu þörf á að breyta til í þingdeildunum. Aðrir sögðu þörf á staðfestu í stefnu gagnvart Írak og það viðhorf endurspeglaði val þeirra. Bush Bandaríkjaforseti greiddi atkvæði í Crawford í Texas. Aðspurður sagðist hann búinn að gera upp hug sinn þar sem hann gekk inn á kjörstað í Crawford í Texas. Forsetinn hefur farið fylkjanna á milli síðustu daga til að styðja flokkssystkini í baráttunni við demókrata. Ekki hafa þó allir tekið honum fagnandi og sem dæmi þurfti Bush einn að brýna kjósendur flokksins í Flórída í gær þar sem frambjóðandi repúblíkana til fylkisstjóra þar kaus að reka endahnútinn á kosningabaráttu sína fjarri forsetanum. Hilary Clinton er einn öldungardeildarþingmanna berst fyrir sæti sínu nú. Hún sagðist vonast eftir góðri kosningaþátttöku þar sem margt sé í húfi. Hún segist vona að demókratar fái meirihluta í þingdeildunum. Ekki er þó líklegt að þingmanninum verði að ósk sinni hvað varðar kjörsókn því ekki er búist við að hún fari yfir 40%. Fyrstu kjörstöðum verður lokað um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma og má búast við fyrstu tölum upp úr miðnætti. Nánar verður fjallað um kosningarnar í Íslandi í dag hér á eftir og fylgst með úrslitum hér á visir.is
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira