Íranar fögnuðu því í dag að Rússar skuli vera andvígir þeim hörðu refsiaðgerðum sem Bandaríkjamenn og Evrópusambandið vilja beita landið vegna kjarnorkuáætlunar þess. Rússar hafa ítrekað lent í hörðum deilum við vesturlönd um orðalag samþykktar um refsiaðgerðir.
Kínverjar hafa oftar en ekki stutt rússa í þessu máli. Um leið og hann fagnaði afstöðu Rússa, ítrekaði talsmaður íranska utanríkisráðuneytið þá stefnu stjórnvalda að halda ótrauð áfram stefnu sinni í kjarnorkumálum.