Poppstjarnan Madonna hefur tekið að sér að hanna fatalínu fyrir sænska tískurisann Hennes & Mauritz. Föt Madonnu eiga að koma á markað í öllum verslunum fyrirtækisins í mars á næsta ári.
Hennes & Mauritz hefur einnig ráðið Karl Lagerfeld og Stellu McCartney til þess að hanna föt.
Madonnu er greinilega margt til lista lagt. Fyrir utan að syngja og leika í kvikmyndum (með umdeildum árangri) hefur hún skrifað vinsælar barnabækur.