Ítalska lögreglan hefur í dag handtekið tugi manna í borginni Bari, í suðurhluta landsins, vegna tengsla þess við Mafíu fjölskyldu sem þar ræður lögum og lofum. Yfir 100 manns eru á handtökulista lögreglunnar. Átta konur eru meðal hinna handteknu.
Konur eru farnar að taka mun meiri þátt í starfsemi mafíósa vegna þess hversu margir karlmenn glæpasamtakanna hafa verið fangelsaðir undanfarin ár. Ennþá er sjaldgæft að konur séu höfuð glæpafjölskyldna, en þess eru þó mun fleiri dæmi en áður.