Gerald Ford látinn 27. desember 2006 12:30 Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lést í gærkvöld, 93 ára að aldri. Ford verður seint talinn í hópi tilþrifamestu forseta landsins enda var hann aldrei kjörinn af þjóð sinni í embættið. Enginn Bandaríkjaforseti hefur náð hærri aldri en Gerald Ford en hann var 93 ára og 122 daga gamall þegar hann andaðist. Hann hafði átt við ýmis konar veikindi að stríða síðustu æviár sín en dánarorsök hans hefur hins vegar enn ekki verið gefin upp. Valdatíð Geralds Fords var ekki ýkja löng en engu að síður allmerkileg, sérstaklega fyrir þá sök að hann komst í þetta valdamesta embætti heims án þess að hafa nokkru sinni fengið til þess umboð frá bandarísku þjóðinni. Hann varð varaforseti Richards Nixon árið 1973 þegar Spiro Agnew varð að segja af sér vegna áburðar um spillingu. Þegar svo Nixon flæktist sjálfur í eigin spillingarvef vegna Watergate-hneykslisins var leiðin greið fyrir Ford í forsetaembættið. Ólíkt forvera sínum var Ford hrósað fyrir hreinskilni, jákvæðni og heiðarleika og í forsetatíð viðurkenndu Bandaríkjamenn loks ósigur sinn í Víetnamstríðinu. Mörgum gramdist hins vegar þegar hann gaf Nixon upp sakir og hefur sá gerningur að líkindum átt stóran þátt í að hann tapaði forsetakosningunum 1976 fyrir demókratanum Jimmy Carter. Á síðari árum bar lítið á Ford, meðal annars vegna veikinda, en eiginkona hans, Betty, hefur hins vegar uppskorið athygli og virðingu fyrir að koma á fót meðferðarstofnun sem við hana er kennd. Í yfirlýsingu sinni í gærkvöld kvaðst hún, ásamt allri fjölskyldunni, syrgja eiginmann sinn mjög. Erlent Fréttir Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Sjá meira
Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lést í gærkvöld, 93 ára að aldri. Ford verður seint talinn í hópi tilþrifamestu forseta landsins enda var hann aldrei kjörinn af þjóð sinni í embættið. Enginn Bandaríkjaforseti hefur náð hærri aldri en Gerald Ford en hann var 93 ára og 122 daga gamall þegar hann andaðist. Hann hafði átt við ýmis konar veikindi að stríða síðustu æviár sín en dánarorsök hans hefur hins vegar enn ekki verið gefin upp. Valdatíð Geralds Fords var ekki ýkja löng en engu að síður allmerkileg, sérstaklega fyrir þá sök að hann komst í þetta valdamesta embætti heims án þess að hafa nokkru sinni fengið til þess umboð frá bandarísku þjóðinni. Hann varð varaforseti Richards Nixon árið 1973 þegar Spiro Agnew varð að segja af sér vegna áburðar um spillingu. Þegar svo Nixon flæktist sjálfur í eigin spillingarvef vegna Watergate-hneykslisins var leiðin greið fyrir Ford í forsetaembættið. Ólíkt forvera sínum var Ford hrósað fyrir hreinskilni, jákvæðni og heiðarleika og í forsetatíð viðurkenndu Bandaríkjamenn loks ósigur sinn í Víetnamstríðinu. Mörgum gramdist hins vegar þegar hann gaf Nixon upp sakir og hefur sá gerningur að líkindum átt stóran þátt í að hann tapaði forsetakosningunum 1976 fyrir demókratanum Jimmy Carter. Á síðari árum bar lítið á Ford, meðal annars vegna veikinda, en eiginkona hans, Betty, hefur hins vegar uppskorið athygli og virðingu fyrir að koma á fót meðferðarstofnun sem við hana er kennd. Í yfirlýsingu sinni í gærkvöld kvaðst hún, ásamt allri fjölskyldunni, syrgja eiginmann sinn mjög.
Erlent Fréttir Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Sjá meira