Þrjár milljónir múslima til Mekka 29. desember 2006 19:16 Þrjár milljónir múslima feta nú í fótspor spámannsins Múhameðs í pílagrímsferð til Mekka og í kjölfar hennar verður haldin ein stærsta hátíð múslima. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum ber þó skugga á gleðina enda hefur þar sjaldan verið jafnþröngt í búi. Félagið Ísland-Palestína hefur brugðið á það ráð að senda neyðaraðstoð til sjálfstjórnarsvæðanna með þeim Íslendingum sem hafa lagt leið sína þangað vegna endurtekinna misbresta á því að neyðarhjálp skili sér. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, segir ástandið í Palestínu orðið afar bágt, efnahagsþvinganir Ísraela bitni harkalega á almennum borgurum og hamli hjálparstarfi á svæðinu. Hann og dóttir hans Kristín, höfðu með sér jafnvirði 300 þúsunda króna í ferðatöskunum, til aðstoðar við Palestínumenn. Hann segir það duga skammt, mikill skortur sé á svæðinu og hátíðin verði haldin af litlum efnum. Mikill mannfjöldi hefur engu að síður verið á götum hvarvetna í Palestínu, til að kaupa gjafir og einhvern dagamun í mat. En annar ómissandi hluti af hátíðinni sem fólk þarf að neita sér um núna eru lömbin sem siður hefur verið að fórna til að minnast þess þegar Abraham var viljugur til að fórna syni sínum. Í Mekku biðja pílagrímarnir meðal annars fyrir velferð allra múslima, hvar sem er í heiminum. Í dag báðust þeir fyrir við Arafat-fjall, þar sem sagt er að Múhameð spámaður hafi haldið sína síðustu predikun. Á morgun hefst hin varasama grýting, þar sem 360 manns tróðust undir í janúar síðastliðnum eftir að nokkrir pílagrímar hnutu um töskur sem voru í gangveginum. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar á pílagrímsstaðnum í Mina þar sem þessi athöfn fer fram til að reyna að koma í veg fyrir viðlíka stórslys. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segjast hafa eytt meira en 70 milljörðum til að tryggja öryggi pílagrímanna, þar sem slys af þessu tagi séu tíð þegar milljónir pílagríma reyna að vinna fyrir fyrirgefningu syndanna. Erlent Fréttir Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Sjá meira
Þrjár milljónir múslima feta nú í fótspor spámannsins Múhameðs í pílagrímsferð til Mekka og í kjölfar hennar verður haldin ein stærsta hátíð múslima. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum ber þó skugga á gleðina enda hefur þar sjaldan verið jafnþröngt í búi. Félagið Ísland-Palestína hefur brugðið á það ráð að senda neyðaraðstoð til sjálfstjórnarsvæðanna með þeim Íslendingum sem hafa lagt leið sína þangað vegna endurtekinna misbresta á því að neyðarhjálp skili sér. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, segir ástandið í Palestínu orðið afar bágt, efnahagsþvinganir Ísraela bitni harkalega á almennum borgurum og hamli hjálparstarfi á svæðinu. Hann og dóttir hans Kristín, höfðu með sér jafnvirði 300 þúsunda króna í ferðatöskunum, til aðstoðar við Palestínumenn. Hann segir það duga skammt, mikill skortur sé á svæðinu og hátíðin verði haldin af litlum efnum. Mikill mannfjöldi hefur engu að síður verið á götum hvarvetna í Palestínu, til að kaupa gjafir og einhvern dagamun í mat. En annar ómissandi hluti af hátíðinni sem fólk þarf að neita sér um núna eru lömbin sem siður hefur verið að fórna til að minnast þess þegar Abraham var viljugur til að fórna syni sínum. Í Mekku biðja pílagrímarnir meðal annars fyrir velferð allra múslima, hvar sem er í heiminum. Í dag báðust þeir fyrir við Arafat-fjall, þar sem sagt er að Múhameð spámaður hafi haldið sína síðustu predikun. Á morgun hefst hin varasama grýting, þar sem 360 manns tróðust undir í janúar síðastliðnum eftir að nokkrir pílagrímar hnutu um töskur sem voru í gangveginum. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar á pílagrímsstaðnum í Mina þar sem þessi athöfn fer fram til að reyna að koma í veg fyrir viðlíka stórslys. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segjast hafa eytt meira en 70 milljörðum til að tryggja öryggi pílagrímanna, þar sem slys af þessu tagi séu tíð þegar milljónir pílagríma reyna að vinna fyrir fyrirgefningu syndanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Sjá meira