Ferja með 850 farþegum sökk í stormi undan ströndum Indonesíu. Aðeins níu manns hafa fundist á lífi, en miklir vindar hamla björgunarfólki að finna fólk í sjónum. Skipið var á leið frá mið Jövu til til hafnar á Borneo.
Skip og ferjur eru ódýr ferðakostur á milli hinna sautján þúsund eyja í Indónesíu, og fréttaskýrendur segja algengt að öryggisstaðlar séu ekki virtir og ferjurnar taki oft fleiri farþega en þeim er ætlað.