Grunnvatnsmarflær frumbyggjar Íslands 21. júlí 2007 00:01 Vísindamenn fundu grunnvatnsmarfló sem fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis árið 1998, en nú er ljóst að hún og önnur marfló sömu ættar eru þær lífverur sem lengst hafa búið hér á landi. Mynd/Þorkell Heiðarsson Tvær tegundir marflóa sem lifa í grunnvatni hafa lifað hér á landi lengst allra dýrategunda sem vitað er um. Þetta eru jafnframt einu lífverurnar sem finnast hérlendis en hvergi annars staðar í heiminum, en þær virðast aðallega lifa í uppsprettum og neðanjarðarlindum. Þeir Bjarni K. Kristjánsson, dósent í þróunarvistfræði við Hólaskóla, og Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, skrifuðu grein um þessa elstu frumbyggja landsis sem mun birtast í ágústhefti hins virta vísindarits American Naturalist. Bjarni fann fyrri tegundina í Þingvallavatni árið 1998. Hún fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis, og er því nefnd eftir fundarstaðnum. Síðari tegundin fannst nokkru síðar, árið 2001, einnig í Þingvallavatni. „Ég rannsaka aðallega fiska og var að leita að hornsílum, en fann þessi kvikindi fyrir tilviljun,“ segir Bjarni. Tilviljunin hefur svo heldur betur undið upp á sig. „Þarna erum við að sjá lífverur sem eru að kalla má innlendar, sem finnast bara hér á landi, en á Íslandi eru engar aðrar innlendar lífverur,“ segir Bjarni. Á veiðum Bjarni K. Kristjánsson fann tvær tegundir marflóa í Þingvallavatni sem finnast hvergi utan Íslands. Það sem þykir þó merkilegra en það er að þarna er um nýja ætt marflóa að ræða, sem hefur líklega tekið milljónir ára til að þróast frá næsta ættingja. Bjarni segir þar skjóta skökku við þar sem áður hafi verið talið að síðasta ísöld hefði útrýmt öllum lífverum stærri en bakteríum hér á landi fyrir tíu þúsund árum. Nú hafa Bjarni og Jörundur sett fram þá kenningu að skýringar á þessu séu þær að marflærnar hafi lifað ísöldina af. Tegundin gæti mögulega verið um 40 milljón ára gömul, frá þeim jarðsögulega tíma þegar grunnvatn frá Grænlandi blandaðist síðast grunnvatni sem svo barst til Íslands. Sé kenning íslensku vísindamannanna rétt hafa þeir fyrstir manna sýnt fram á að lífverur stærri en bakteríur hafi lifað af undir jökulhellu ísaldarinnar. Bjarni segir það líklega tengjast jarðhitanum, þessir íslensku frumbyggjar hafi væntanlega lifað af í grunnvatninu vegna hitainnstreymis neðanjarðar. Bjarni telur nær útilokað að marflærnar hafi borist hingað eftir ísöldina. Tegundin hafi hvergi annars staðar fundist, lifi aðeins í ferskvatni, dreifi afar hægt úr sér, og geti ekki borist lifandi með fuglum. Tíminn sem liðinn sé frá ísöldinni sé einnig of skammur til þess að ný ætt lífvera þróist. Vísindi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun saksóknara gefi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Sjá meira
Tvær tegundir marflóa sem lifa í grunnvatni hafa lifað hér á landi lengst allra dýrategunda sem vitað er um. Þetta eru jafnframt einu lífverurnar sem finnast hérlendis en hvergi annars staðar í heiminum, en þær virðast aðallega lifa í uppsprettum og neðanjarðarlindum. Þeir Bjarni K. Kristjánsson, dósent í þróunarvistfræði við Hólaskóla, og Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, skrifuðu grein um þessa elstu frumbyggja landsis sem mun birtast í ágústhefti hins virta vísindarits American Naturalist. Bjarni fann fyrri tegundina í Þingvallavatni árið 1998. Hún fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis, og er því nefnd eftir fundarstaðnum. Síðari tegundin fannst nokkru síðar, árið 2001, einnig í Þingvallavatni. „Ég rannsaka aðallega fiska og var að leita að hornsílum, en fann þessi kvikindi fyrir tilviljun,“ segir Bjarni. Tilviljunin hefur svo heldur betur undið upp á sig. „Þarna erum við að sjá lífverur sem eru að kalla má innlendar, sem finnast bara hér á landi, en á Íslandi eru engar aðrar innlendar lífverur,“ segir Bjarni. Á veiðum Bjarni K. Kristjánsson fann tvær tegundir marflóa í Þingvallavatni sem finnast hvergi utan Íslands. Það sem þykir þó merkilegra en það er að þarna er um nýja ætt marflóa að ræða, sem hefur líklega tekið milljónir ára til að þróast frá næsta ættingja. Bjarni segir þar skjóta skökku við þar sem áður hafi verið talið að síðasta ísöld hefði útrýmt öllum lífverum stærri en bakteríum hér á landi fyrir tíu þúsund árum. Nú hafa Bjarni og Jörundur sett fram þá kenningu að skýringar á þessu séu þær að marflærnar hafi lifað ísöldina af. Tegundin gæti mögulega verið um 40 milljón ára gömul, frá þeim jarðsögulega tíma þegar grunnvatn frá Grænlandi blandaðist síðast grunnvatni sem svo barst til Íslands. Sé kenning íslensku vísindamannanna rétt hafa þeir fyrstir manna sýnt fram á að lífverur stærri en bakteríur hafi lifað af undir jökulhellu ísaldarinnar. Bjarni segir það líklega tengjast jarðhitanum, þessir íslensku frumbyggjar hafi væntanlega lifað af í grunnvatninu vegna hitainnstreymis neðanjarðar. Bjarni telur nær útilokað að marflærnar hafi borist hingað eftir ísöldina. Tegundin hafi hvergi annars staðar fundist, lifi aðeins í ferskvatni, dreifi afar hægt úr sér, og geti ekki borist lifandi með fuglum. Tíminn sem liðinn sé frá ísöldinni sé einnig of skammur til þess að ný ætt lífvera þróist.
Vísindi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun saksóknara gefi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Sjá meira