Bólusetning gegn alnæmi er möguleg 22. júlí 2007 00:01 Alnæmi er afar útbreitt í Afríku og smitast börn oft mjög snemma. Margrét segir að með því að búa til bóluefni megi koma í veg fyrir að börn smitist með móðurmjólkinni. Nordicphotos / getty Niðurstaða úr sextán ára rannsóknarvinnu veirufræðingsins Margrétar Guðnadóttur bendir til þess að hægt sé að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni og koma þannig í veg fyrir að það veikist af alnæmi. Margrét hefur unnið að því undanfarin sextán ár að búa til bóluefni gegn visnu- og mæðiveikiveiru í sauðkindum, síðast á Kýpur, og hefur náð allt að 50 prósenta árangri. Veiran er í sama flokki og HIV-veiran og telur Margrét að þetta gefi ótvírætt til kynna að unnt sé að þróa bóluefni gegn HIV. „Ég held að ég þori alveg að fullyrða það eftir að vera búin að puða með þetta bóluefni í 16 ár.“ Engum hefur áður tekist að bólusetja gegn veirum úr þessum flokki. „Ég veit að mér hefur tekist að bólusetja kindur við mæðuveikinni. Það er greinilega það mikill munur á bólusettum og óbólusettum kindum í sömu hjörðinni í þessari tilraun að ég er alveg viss um að bóluefnið virkaði til varnar.“ Árangurinn er þó ekki hundrað prósent, og segir Margrét eðlilegt að ekki allir séu móttækilegir fyrir bólusetningu. Margrét Guðnadóttir Margrét notaði dautt bóluefni við rannsóknina. „Ég drap veiruna bara eins og farið er með mænusóttarveiru, inflúensuveiru og lifrarbólgu A. Þetta eru þekktar aðferðir.“ Hún segir menn hafa verið hrædda við að prófa þetta á eyðniveiruna. „Vandinn er sá að maður veit aldrei fullkomlega hvenær síðasta veiran er dauð og svo á að bera þetta í fólk. Það fældi menn dálítið frá þessari aðferð.“ „Eiginlega öll bóluefnisgerðin gegn eyðninni hefur gengið út á það að nota erfðatækni,“ segir Margrét. „Það hefur ekki náðst almennileg mótefnismyndun úr því. En með því að leika svolítið trikk á visnuveiruna fékk ég fína svörun.“ Margrét segist sérstaklega spennt fyrir þeim möguleika að hægt sé að koma í veg fyrir að börn smitist af HIV með móðurmjólkinni. Tilraunir hennar leiddu í ljós að bólusett lömb áttu miklum mun síður á hættu en óbólusett að smitast af mæðuveiki á spena hjá sýktum ám. „Það er þetta sem kemur mér til að taka þátt í svona. Þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á,“ segir hún. Hún hefur hug á að halda rannsóknum sínum áfram og snúa sér að eyðniveirunni, en segir aldurinn standa sér fyrir þrifum. „Ég þyrfti að lifa til 120 ára aldurs ef ég ætlaði að ljúka því. En mig dauðlangar að komast eitthvert þar sem ég get komið þessu í gagnið,“ segir hún og telur að þrjú til fimm ár taki að sjá hvort árangur getur hlotist af. Ekki sé þó hægt að stunda rannsóknir á svo varasamri veiru í lélegri rannsóknarstofu á Íslandi. Margrét er nú að leggja lokahönd á grein um niðurstöðurnar sem hún hyggst reyna að fá birta í erlendum fagtímaritum. Vísindi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Niðurstaða úr sextán ára rannsóknarvinnu veirufræðingsins Margrétar Guðnadóttur bendir til þess að hægt sé að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni og koma þannig í veg fyrir að það veikist af alnæmi. Margrét hefur unnið að því undanfarin sextán ár að búa til bóluefni gegn visnu- og mæðiveikiveiru í sauðkindum, síðast á Kýpur, og hefur náð allt að 50 prósenta árangri. Veiran er í sama flokki og HIV-veiran og telur Margrét að þetta gefi ótvírætt til kynna að unnt sé að þróa bóluefni gegn HIV. „Ég held að ég þori alveg að fullyrða það eftir að vera búin að puða með þetta bóluefni í 16 ár.“ Engum hefur áður tekist að bólusetja gegn veirum úr þessum flokki. „Ég veit að mér hefur tekist að bólusetja kindur við mæðuveikinni. Það er greinilega það mikill munur á bólusettum og óbólusettum kindum í sömu hjörðinni í þessari tilraun að ég er alveg viss um að bóluefnið virkaði til varnar.“ Árangurinn er þó ekki hundrað prósent, og segir Margrét eðlilegt að ekki allir séu móttækilegir fyrir bólusetningu. Margrét Guðnadóttir Margrét notaði dautt bóluefni við rannsóknina. „Ég drap veiruna bara eins og farið er með mænusóttarveiru, inflúensuveiru og lifrarbólgu A. Þetta eru þekktar aðferðir.“ Hún segir menn hafa verið hrædda við að prófa þetta á eyðniveiruna. „Vandinn er sá að maður veit aldrei fullkomlega hvenær síðasta veiran er dauð og svo á að bera þetta í fólk. Það fældi menn dálítið frá þessari aðferð.“ „Eiginlega öll bóluefnisgerðin gegn eyðninni hefur gengið út á það að nota erfðatækni,“ segir Margrét. „Það hefur ekki náðst almennileg mótefnismyndun úr því. En með því að leika svolítið trikk á visnuveiruna fékk ég fína svörun.“ Margrét segist sérstaklega spennt fyrir þeim möguleika að hægt sé að koma í veg fyrir að börn smitist af HIV með móðurmjólkinni. Tilraunir hennar leiddu í ljós að bólusett lömb áttu miklum mun síður á hættu en óbólusett að smitast af mæðuveiki á spena hjá sýktum ám. „Það er þetta sem kemur mér til að taka þátt í svona. Þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á,“ segir hún. Hún hefur hug á að halda rannsóknum sínum áfram og snúa sér að eyðniveirunni, en segir aldurinn standa sér fyrir þrifum. „Ég þyrfti að lifa til 120 ára aldurs ef ég ætlaði að ljúka því. En mig dauðlangar að komast eitthvert þar sem ég get komið þessu í gagnið,“ segir hún og telur að þrjú til fimm ár taki að sjá hvort árangur getur hlotist af. Ekki sé þó hægt að stunda rannsóknir á svo varasamri veiru í lélegri rannsóknarstofu á Íslandi. Margrét er nú að leggja lokahönd á grein um niðurstöðurnar sem hún hyggst reyna að fá birta í erlendum fagtímaritum.
Vísindi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira