Vopnasalar borða líka fisk 27. júlí 2007 07:45 Undanfarnar vikur höfum við fylgst með óhefðbundnum aðgerðum um það bil 30 manna hóps gegn álverum og ýmsu fleiru, með dyggri aðstoð sumra fjölmiðla. Í sumum tilvikum höfum við einnig hlýtt á viðtöl við talsmenn hópsins. Þar hefur meðal annars ítrekað komið fram að mótmæli gegn álverum snúist um að ál sé notað til vopnaframleiðslu og í „hernaði". Nú vitum við auðvitað öll að ál er notað til ótal margra hluta, til dæmis í matvæla- og lyfjaiðnaði, í bíla, skip, flugvélar, ljósastaura, hljómflutningstæki, myndavélar, úðabrúsa, farsíma… og þannig mætti afar lengi telja. Ætla verður að mótmælendurnir fyrrnefndu takmarki af fremsta megni eigin notkun á öllu sem áli tengist. Hvað vopnaframleiðsluna varðar þá vitum við hins vegar líka öll að þar koma ýmis efni og aðrar bjargir til sögunnar en ál. Þess má til dæmis geta að íslensk hugbúnaðarfyrirtæki hafa þróað hugbúnað samkvæmt samningum við bæði breska og bandaríska herinn. Gott ef norski herinn átti ekki einhvern tímann samstarf við íslenska framleiðendur hlífðarfatnaðar. Allt er þetta gott og blessað. Þarna er um að ræða arðbær viðskipti við bandamenn, ríki sem við höfum áratugum saman starfað með í varnarbandalagi og höfum átt við beint samstarf um varnir Íslands.Hlusta hermenn á Björk?Eða hvað? Geta þessi hugbúnaðarfyrirtæki átt von á málningarslettum á sín húsakynni? Að starfsemi þeirra verði trufluð þar til fjölmiðlar hafa náð að mynda uppákomurnar? En hvað þá með aðra aðila sem hafa framleitt varning sem hermenn og jafnvel hershöfðingjar nota? Ætli bandarískir hermenn hlusti á Björk? Ætli sovéskir hershöfðingjar hafi jafnvel sporðrennt íslenskri saltsíld áður en haldið var með skriðdrekana inn í Búdapest eða Prag? Hver er þá samviska fólksins sem saltaði hér síldina niður í tunnur? Hvað ef jafnvel vopnaframleiðendur, til dæmis í Svíþjóð, borða fisk? Getum við þá verið að veiða hann og selja þangað út?Er kannski orðið tímabært að fjölmiðlar fari að hlífa okkur við þessum málflutningi?Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur höfum við fylgst með óhefðbundnum aðgerðum um það bil 30 manna hóps gegn álverum og ýmsu fleiru, með dyggri aðstoð sumra fjölmiðla. Í sumum tilvikum höfum við einnig hlýtt á viðtöl við talsmenn hópsins. Þar hefur meðal annars ítrekað komið fram að mótmæli gegn álverum snúist um að ál sé notað til vopnaframleiðslu og í „hernaði". Nú vitum við auðvitað öll að ál er notað til ótal margra hluta, til dæmis í matvæla- og lyfjaiðnaði, í bíla, skip, flugvélar, ljósastaura, hljómflutningstæki, myndavélar, úðabrúsa, farsíma… og þannig mætti afar lengi telja. Ætla verður að mótmælendurnir fyrrnefndu takmarki af fremsta megni eigin notkun á öllu sem áli tengist. Hvað vopnaframleiðsluna varðar þá vitum við hins vegar líka öll að þar koma ýmis efni og aðrar bjargir til sögunnar en ál. Þess má til dæmis geta að íslensk hugbúnaðarfyrirtæki hafa þróað hugbúnað samkvæmt samningum við bæði breska og bandaríska herinn. Gott ef norski herinn átti ekki einhvern tímann samstarf við íslenska framleiðendur hlífðarfatnaðar. Allt er þetta gott og blessað. Þarna er um að ræða arðbær viðskipti við bandamenn, ríki sem við höfum áratugum saman starfað með í varnarbandalagi og höfum átt við beint samstarf um varnir Íslands.Hlusta hermenn á Björk?Eða hvað? Geta þessi hugbúnaðarfyrirtæki átt von á málningarslettum á sín húsakynni? Að starfsemi þeirra verði trufluð þar til fjölmiðlar hafa náð að mynda uppákomurnar? En hvað þá með aðra aðila sem hafa framleitt varning sem hermenn og jafnvel hershöfðingjar nota? Ætli bandarískir hermenn hlusti á Björk? Ætli sovéskir hershöfðingjar hafi jafnvel sporðrennt íslenskri saltsíld áður en haldið var með skriðdrekana inn í Búdapest eða Prag? Hver er þá samviska fólksins sem saltaði hér síldina niður í tunnur? Hvað ef jafnvel vopnaframleiðendur, til dæmis í Svíþjóð, borða fisk? Getum við þá verið að veiða hann og selja þangað út?Er kannski orðið tímabært að fjölmiðlar fari að hlífa okkur við þessum málflutningi?Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun