Hvar er útboðið á tollkvótanum? Leifur Þórsson skrifar 1. ágúst 2007 05:00 Neytendur eiga rétt á að fá svör við því hvers vegna ekki er búið að bjóða út og byrjað að flytja inn um 400 tonn af þeim 550 tonnum af kjöti sem voru boðin út í mars á 0 kr. Þessi núllkvóti er liður í samningi sem ríkisstjórn Íslands gerði við ESB og átti að leiða til lægra vöruverðs. Eða svo fullyrtu yfirvöld í byrjun árs. Þetta útboð er ein sorgarsaga sem ekki virðist ætla að taka enda. Einu svörin sem hægt er að fá frá ráðuneytinu er að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðin út í þriðja sinn, þó svo að átta vikur séu síðan leyfisbréf voru ekki sótt. Það á að vera búið að flytja allt þetta kjöt inn fyrir 31. des 2007. og miðað við gang málsins sé ég það ekki gerast. Ráðuneytið gefur engar upplýsingar og virðist ætla að hanga á málinu fram á haust. Það sætir furðu nema tilgangurinn sé að koma í veg fyrir þennan innflutning. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það var ódýrara að flytja inn á fullum tollum. Í næsta útboði 18. apríl var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum og skar sig þar úr Sláturhúsið á Hellu sem fékk úthlutað 169 tonnum af alifugli, 50 af nautakjöti og 100 af svínakjöti. Samtals 319 tonnum. Fyrirkomulagið er þannig að menn hafa nokkrar vikur til að sækja svokallað leyfisbréf og greiða tollinn og þann frest nýttu þeir Hellumenn ásamt fleirum sem boðið höfðu í kvótann. Ég get ekki orða bundist vegna þeirra svara sem forsvarmenn sláturhúss Hellu gefa. Að halda því fram að þeir hafi misskilið útboðið bara passar ekki. Þeir eru greinilega að reyna að klóra yfir gjörning sem var hugsaður til að tefja málið. Það er a.m.k. erfitt að láta sér detta annað í hug og maður spyr sig hvort það voru þeir sem sprengdu fyrra útboðið. Framkvæmdastjórinn Þorgils Torfi Jónsson heldur því fram í Fréttablaðinu 27. júlí að þeir hafi boðið í undirflokka tolls af nautakjöti. Það er rétt en þeir fengu hins vegar bara úthlutað 50 tonnum af nautakjöti sem þeir buðu hátt verð í. Ég hef aldrei áður heyrt skýringu sem þessa; að hætta við að flytja inn lundir af því að menn fái ekki hakk. Þetta skilur auðvitað ekki nokkur maður og Þorgils Torfi, sem er búin að vinna við matvælaiðnað í áratugi, hlýtur að hafa ætlað að segja eitthvað annað en þetta. Þorgils Torfi gagnrýnir útboðskerfið og segir orðrétt að kvótaúthlutun fylgi engar skuldbindingar. Svo segir hann: „Það var útgjaldalaust fyrir mig að halda kvótanum og gera síðan ekkert í því. Það er auðvitað mjög vitlaust." Spurningin er hvers vegna hann beið til 4. júní með að segjast ekki ætla að taka kvótann ef honum fannst þetta svona vitlaust? Þá segir hann markaðsaðstæður hafi breyst og hann hafi hætt við kaupin þar sem kaupendur vantaði. Það var hins vegar vöntun á svína- og nautakjöti þá og er enn þannig að þessar skýringar halda ekki. Ég tel að réttast sé fyrir Þorgils Torfa segja sannleikann í þessu máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Neytendur eiga rétt á að fá svör við því hvers vegna ekki er búið að bjóða út og byrjað að flytja inn um 400 tonn af þeim 550 tonnum af kjöti sem voru boðin út í mars á 0 kr. Þessi núllkvóti er liður í samningi sem ríkisstjórn Íslands gerði við ESB og átti að leiða til lægra vöruverðs. Eða svo fullyrtu yfirvöld í byrjun árs. Þetta útboð er ein sorgarsaga sem ekki virðist ætla að taka enda. Einu svörin sem hægt er að fá frá ráðuneytinu er að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðin út í þriðja sinn, þó svo að átta vikur séu síðan leyfisbréf voru ekki sótt. Það á að vera búið að flytja allt þetta kjöt inn fyrir 31. des 2007. og miðað við gang málsins sé ég það ekki gerast. Ráðuneytið gefur engar upplýsingar og virðist ætla að hanga á málinu fram á haust. Það sætir furðu nema tilgangurinn sé að koma í veg fyrir þennan innflutning. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það var ódýrara að flytja inn á fullum tollum. Í næsta útboði 18. apríl var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum og skar sig þar úr Sláturhúsið á Hellu sem fékk úthlutað 169 tonnum af alifugli, 50 af nautakjöti og 100 af svínakjöti. Samtals 319 tonnum. Fyrirkomulagið er þannig að menn hafa nokkrar vikur til að sækja svokallað leyfisbréf og greiða tollinn og þann frest nýttu þeir Hellumenn ásamt fleirum sem boðið höfðu í kvótann. Ég get ekki orða bundist vegna þeirra svara sem forsvarmenn sláturhúss Hellu gefa. Að halda því fram að þeir hafi misskilið útboðið bara passar ekki. Þeir eru greinilega að reyna að klóra yfir gjörning sem var hugsaður til að tefja málið. Það er a.m.k. erfitt að láta sér detta annað í hug og maður spyr sig hvort það voru þeir sem sprengdu fyrra útboðið. Framkvæmdastjórinn Þorgils Torfi Jónsson heldur því fram í Fréttablaðinu 27. júlí að þeir hafi boðið í undirflokka tolls af nautakjöti. Það er rétt en þeir fengu hins vegar bara úthlutað 50 tonnum af nautakjöti sem þeir buðu hátt verð í. Ég hef aldrei áður heyrt skýringu sem þessa; að hætta við að flytja inn lundir af því að menn fái ekki hakk. Þetta skilur auðvitað ekki nokkur maður og Þorgils Torfi, sem er búin að vinna við matvælaiðnað í áratugi, hlýtur að hafa ætlað að segja eitthvað annað en þetta. Þorgils Torfi gagnrýnir útboðskerfið og segir orðrétt að kvótaúthlutun fylgi engar skuldbindingar. Svo segir hann: „Það var útgjaldalaust fyrir mig að halda kvótanum og gera síðan ekkert í því. Það er auðvitað mjög vitlaust." Spurningin er hvers vegna hann beið til 4. júní með að segjast ekki ætla að taka kvótann ef honum fannst þetta svona vitlaust? Þá segir hann markaðsaðstæður hafi breyst og hann hafi hætt við kaupin þar sem kaupendur vantaði. Það var hins vegar vöntun á svína- og nautakjöti þá og er enn þannig að þessar skýringar halda ekki. Ég tel að réttast sé fyrir Þorgils Torfa segja sannleikann í þessu máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun