Hefðu farið öðruvísi að 3. janúar 2007 18:45 Kalt stríð er skollið á milli Bandaríkjamanna og forsætisráðherra Íraks. Ráðherrann segist vilja hverfa úr embætti hið fyrsta og segir Bandaríkjamenn hafa brugðist klúðurslega við ofbeldi í Írak. Bandaríkjamenn svara um hæl að þeir hefðu hagað aftöku Saddams Hússeins öðruvísi. Samskipti al-Maliki við ráðamenn í Washington hafa verið stirð allt síðan í fyrra þegar bandaríska blaðið New York Times birti minnisblað frá þjóðaröryggisráðgjafa Bush Bandaríkjaforseta þar sem al-Maliki var sagður veikur leiðtogi sem vissi ekki hvert hann ætti að sækja styrk til starfans. Í viðtali við Wall Street Journal, sem tekið var fyrir jól og birt í gær, sagðist al-Maliki ekki sækjast eftir að gegna embættinu annað tímabil og vildi jafnvel hætta fyrr. Hann gagnrýndi Bandaríkjamenn og sagði þá og bandamenn þeira hafa brugðist seint og illa við ofbeldinu í Írak. al-Maliki hefur falið sérstakri nefnd á vegum íraska innanríkisráðuneytisins að finna þann sem myndaði aftöku Saddams Hússeins með farsíma og birti á netinu. Þar má heyra að böðla formælta forsetanum fyrrverandi og hæða. Vegna þessa verður framkvæmd aftökunnar rannsökuð. Bandaríkjaforseti vildi í dag ekki svara spurningum um aftökuna á Saddam Hússein og hundsaði spurningu fréttamanns á blaðamannafundi í Washington í dag. Einn undirmanna hans, William Caldwell, talsmaður Bandaríkjahers í Írak, tjáði sig þó um aftökuna í morgun. Hann sagði að sitt mat væri að Bandaríkjamenn hefðu farið öðruvísi að. Ákvörðunin hafi þó ekki verið þeirra heldur Íraka hvernig aftökunni skyldi hagað. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Arabiya greindi síðan frá því í dag að hálfbróðir Saddams, Barzan Ibrahim, og Awad Hamed, dómari yrðu teknir af lífi á morgun. Þeir voru dæmdir til dauða, ásamt Saddam, fyrir morð á tæplega hundrað og fimmtíu súnníum í bænum Dujali árið 1982 eftir að tilræði við Íraksforsetann fyrrverandi fór út um þúfur. Talsmaður Bandaríkjahers vildi ekki tjá sig um það og sagði það íraskra stjórnvalda að greina frá því hvenær dómnum yrði framfylgt. Erlent Fréttir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Kalt stríð er skollið á milli Bandaríkjamanna og forsætisráðherra Íraks. Ráðherrann segist vilja hverfa úr embætti hið fyrsta og segir Bandaríkjamenn hafa brugðist klúðurslega við ofbeldi í Írak. Bandaríkjamenn svara um hæl að þeir hefðu hagað aftöku Saddams Hússeins öðruvísi. Samskipti al-Maliki við ráðamenn í Washington hafa verið stirð allt síðan í fyrra þegar bandaríska blaðið New York Times birti minnisblað frá þjóðaröryggisráðgjafa Bush Bandaríkjaforseta þar sem al-Maliki var sagður veikur leiðtogi sem vissi ekki hvert hann ætti að sækja styrk til starfans. Í viðtali við Wall Street Journal, sem tekið var fyrir jól og birt í gær, sagðist al-Maliki ekki sækjast eftir að gegna embættinu annað tímabil og vildi jafnvel hætta fyrr. Hann gagnrýndi Bandaríkjamenn og sagði þá og bandamenn þeira hafa brugðist seint og illa við ofbeldinu í Írak. al-Maliki hefur falið sérstakri nefnd á vegum íraska innanríkisráðuneytisins að finna þann sem myndaði aftöku Saddams Hússeins með farsíma og birti á netinu. Þar má heyra að böðla formælta forsetanum fyrrverandi og hæða. Vegna þessa verður framkvæmd aftökunnar rannsökuð. Bandaríkjaforseti vildi í dag ekki svara spurningum um aftökuna á Saddam Hússein og hundsaði spurningu fréttamanns á blaðamannafundi í Washington í dag. Einn undirmanna hans, William Caldwell, talsmaður Bandaríkjahers í Írak, tjáði sig þó um aftökuna í morgun. Hann sagði að sitt mat væri að Bandaríkjamenn hefðu farið öðruvísi að. Ákvörðunin hafi þó ekki verið þeirra heldur Íraka hvernig aftökunni skyldi hagað. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Arabiya greindi síðan frá því í dag að hálfbróðir Saddams, Barzan Ibrahim, og Awad Hamed, dómari yrðu teknir af lífi á morgun. Þeir voru dæmdir til dauða, ásamt Saddam, fyrir morð á tæplega hundrað og fimmtíu súnníum í bænum Dujali árið 1982 eftir að tilræði við Íraksforsetann fyrrverandi fór út um þúfur. Talsmaður Bandaríkjahers vildi ekki tjá sig um það og sagði það íraskra stjórnvalda að greina frá því hvenær dómnum yrði framfylgt.
Erlent Fréttir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira