Um 300 tonn af olíu í sjóinn 13. janúar 2007 18:45 Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys. Skipið er skráð á Kýpur en í eigu grískrar útgerðar. Enginn farmur var um borð og skipið á leið til Múrmansk í norð-vestur Rússlandi. Vont mun hafa verið í sjóinn þegar skipið sigldi nærri Noregi en ekki þó óveður. Skipið strandaði á skerjum undan eyjunni Fedja í Hörðalandi. 25 menn voru um borð og tókst að bjarga öllum með aðstoð þyrlu. Þegar leið á kvöldið og nóttina brotnaði skipið, sem var 180 metrar að lengd, í tvennt og sökk aftari hluti þess. Framhlutinn var síðan dreginn á land. Talið er að á bilinu 250 til 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn en í skipinu voru á bilinu 600 til 700 tonn. Ekki er talið að olía hafi sokkið með aftari helmingi skipsins. Síðan í nótt hefur olían borist með ströndinni. Tor Christian Sletner, yfirmaður norsku strandgæslunnar, segir erfitt að segja til um nákvæmlega hve mikil olía hafi farið í sjóinn. Hann segir veður á strandstað torvelda hreinsun. Ekki sé um að kenna slökum búnaði heldur ölduhæð og sjógangi. Í þannig veðri sé erfitt að nota búnaðinn svo vel sé. Umhverfisverndarsinnar í Noregi segja að líkast til kosti það tugi milljarða norskra króna að hreinsa upp olíuna sem hafi töluverð áhrif á dýralíf á svæðinu. Mikil umferð skipa sé um svæðið þar sem skipið strandaði og telja þeir norska stjórnmálamenn hafa sofið á verðinum. Kurt Oddekalv, formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs, segir stjórnmálamenn í Ósló hafa haldið því fram að ekki þurfi olíustöð þar sem næst stærsta olíuhöfn Evrópu sé að finna. Skip sem geti flutt hundrað þúsund tonn hafi farið framhjá landinu á síðasta sólahring og meðalbátur geti flutt 150 þúsund tonn. Dag Terje Andersen, starfandi sjávarútvegsráðherra Noregs, segir viðbragðáætlanir hafa verið til fyrir þetta svæði og önnur í Noregi og því hafi verið fyllilega ljóst hvað gera skyldi. Verndarsvæði fugla norðvestur af Björgvin er talið í mikilli hættu vegna olíulekans. Segja sérfræðingar hjá norsku mengunarvörnunum að það geti tekið allt að hálft ár að hreinsa olíuna upp. Erlent Fréttir Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys. Skipið er skráð á Kýpur en í eigu grískrar útgerðar. Enginn farmur var um borð og skipið á leið til Múrmansk í norð-vestur Rússlandi. Vont mun hafa verið í sjóinn þegar skipið sigldi nærri Noregi en ekki þó óveður. Skipið strandaði á skerjum undan eyjunni Fedja í Hörðalandi. 25 menn voru um borð og tókst að bjarga öllum með aðstoð þyrlu. Þegar leið á kvöldið og nóttina brotnaði skipið, sem var 180 metrar að lengd, í tvennt og sökk aftari hluti þess. Framhlutinn var síðan dreginn á land. Talið er að á bilinu 250 til 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn en í skipinu voru á bilinu 600 til 700 tonn. Ekki er talið að olía hafi sokkið með aftari helmingi skipsins. Síðan í nótt hefur olían borist með ströndinni. Tor Christian Sletner, yfirmaður norsku strandgæslunnar, segir erfitt að segja til um nákvæmlega hve mikil olía hafi farið í sjóinn. Hann segir veður á strandstað torvelda hreinsun. Ekki sé um að kenna slökum búnaði heldur ölduhæð og sjógangi. Í þannig veðri sé erfitt að nota búnaðinn svo vel sé. Umhverfisverndarsinnar í Noregi segja að líkast til kosti það tugi milljarða norskra króna að hreinsa upp olíuna sem hafi töluverð áhrif á dýralíf á svæðinu. Mikil umferð skipa sé um svæðið þar sem skipið strandaði og telja þeir norska stjórnmálamenn hafa sofið á verðinum. Kurt Oddekalv, formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs, segir stjórnmálamenn í Ósló hafa haldið því fram að ekki þurfi olíustöð þar sem næst stærsta olíuhöfn Evrópu sé að finna. Skip sem geti flutt hundrað þúsund tonn hafi farið framhjá landinu á síðasta sólahring og meðalbátur geti flutt 150 þúsund tonn. Dag Terje Andersen, starfandi sjávarútvegsráðherra Noregs, segir viðbragðáætlanir hafa verið til fyrir þetta svæði og önnur í Noregi og því hafi verið fyllilega ljóst hvað gera skyldi. Verndarsvæði fugla norðvestur af Björgvin er talið í mikilli hættu vegna olíulekans. Segja sérfræðingar hjá norsku mengunarvörnunum að það geti tekið allt að hálft ár að hreinsa olíuna upp.
Erlent Fréttir Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira