Vill ekki tala við fjölmiðla enn um sinn 14. janúar 2007 19:11 Boðað var til blaðamannafunda á tveimur stöðum í Missouri í Bandaríkjunum í gærkvöldi til að fagna björgun tveggja unglingsdrengja úr klóm mannræningja. Báðum heilsast vel. Sá þeirra sem var í haldi í á fimmta ár vill ekki segja sögu sína opinberlega enn um sinn. Shawn Hornbeck hafði verið saknað í fjögur og háflt ár en William Ownby, sem kallaður er Ben, hvarf á mánudaginn fyrir tæpri viku. Það var tilviljun ein sem réði því að lögregla fann þá í fyrradag. Lögreglumenn ráku augun í sendibíl á fimmtudagskvöldið sem passaði við lýsingu á bíl sem fór um þar sem Ownby var rænt. Heimild fékkst til leitar á heimili Michaels Devlins, eiganda bílsins, og þar voru drengirnir, að því er virtist við góða heilsu. Devlin hefur verið ákærður fyrir mannrán og búist er við fleiri ákærum á hendur honum. Móðir Shawns sagði son sinn ekki vilja tjá sig sem stendur um dvölina hjá Devlin en það ætli hann að gera þegar hann treysti sér til þess, fyrr tali hann ekki við fjölmiðla. Fjölskyldan þurfi fyrst að takast á við atburði síðustu fjögurra ára og græða sárin. Hún vildi þakka öllum þeim sem hefðu hjálpað við leitina að Shawn. Hún sagði að sér þætti sem hún dreymdi, en í þetta sinn væri það ekki martröð líkt og síðustu tæplega fimm árin. Móðir Bens þakkar lögreglu fyrir að bjarga syni sínum. Hún segir þessa raun hafa haft áhrif á son sinn. Hann vildi lítið sem ekkert láta taka utan um sig en hann hefði ekkert um það að segja. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um málið umfram það sem þegar hefur komið fram. Enn þurfi að rannsaka fortíð og ferðir Devlins og kanna bakgrunn hans. Enn sé mikið verk óunnið áður en hann verði dreginn fyrir dóm. Erlent Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Boðað var til blaðamannafunda á tveimur stöðum í Missouri í Bandaríkjunum í gærkvöldi til að fagna björgun tveggja unglingsdrengja úr klóm mannræningja. Báðum heilsast vel. Sá þeirra sem var í haldi í á fimmta ár vill ekki segja sögu sína opinberlega enn um sinn. Shawn Hornbeck hafði verið saknað í fjögur og háflt ár en William Ownby, sem kallaður er Ben, hvarf á mánudaginn fyrir tæpri viku. Það var tilviljun ein sem réði því að lögregla fann þá í fyrradag. Lögreglumenn ráku augun í sendibíl á fimmtudagskvöldið sem passaði við lýsingu á bíl sem fór um þar sem Ownby var rænt. Heimild fékkst til leitar á heimili Michaels Devlins, eiganda bílsins, og þar voru drengirnir, að því er virtist við góða heilsu. Devlin hefur verið ákærður fyrir mannrán og búist er við fleiri ákærum á hendur honum. Móðir Shawns sagði son sinn ekki vilja tjá sig sem stendur um dvölina hjá Devlin en það ætli hann að gera þegar hann treysti sér til þess, fyrr tali hann ekki við fjölmiðla. Fjölskyldan þurfi fyrst að takast á við atburði síðustu fjögurra ára og græða sárin. Hún vildi þakka öllum þeim sem hefðu hjálpað við leitina að Shawn. Hún sagði að sér þætti sem hún dreymdi, en í þetta sinn væri það ekki martröð líkt og síðustu tæplega fimm árin. Móðir Bens þakkar lögreglu fyrir að bjarga syni sínum. Hún segir þessa raun hafa haft áhrif á son sinn. Hann vildi lítið sem ekkert láta taka utan um sig en hann hefði ekkert um það að segja. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um málið umfram það sem þegar hefur komið fram. Enn þurfi að rannsaka fortíð og ferðir Devlins og kanna bakgrunn hans. Enn sé mikið verk óunnið áður en hann verði dreginn fyrir dóm.
Erlent Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent