Biður um meira svigrúm 24. janúar 2007 13:00 Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung.Þótt þingheimur hafi fagnað George Bush í gær voru fagnaðarlætin mun lágstemmdari en undanfarin ár enda eru demókratar þar nú í meirihluta. Á stefnuræðu hans mátti líka greina að þar færi forseti sem skammt ætti eftir í embætti því fátt kom þar beinlínis á óvart. Það voru einna helst orkumálin sem vöktu athygli.Í ræðunni kynnti Bush áætlun sem miðar að því að minnka olíunotkun um fimmtung á næstu tíu árum og leggja þeim mun meiri áherslu á þróun og framleiðslu nýrra orkugjafa, sérstaklega etanóls. Kvaðst forsetinn ætla að fara fram á 250 milljarða króna fjárveitingu frá þinginu næsta áratuginn til þessara mála. Þessi stefnubreyting er tæpast vegna áhuga repúblikana á umhverfismálum heldur ráða pólitískar aðstæður sjálfsagt hér mestu. Bandaríkin eru einhverjir mestu olíuinnflytjendur í heimi og megnið af þeirri olíu kemur frá Venesúela og Mið-Austurlöndum þar sem Bandaríkin eiga fáa vini.Bush kom annars víða við í ræðunni, hann ræddi meðal annars málefni innflytjenda og endurbætur á heilbrigðiskerfi landisns. Írak var hins vegar sá einstaki þáttur sem stærstur hluti þessarar 53 mínútu löngu ræðu fjallaði um. Forsetinn útskýrði nýjar áherslur ríkisstjórnar sinnar í stríðsrekstrinum, meðal annars að senda aukaherlið til landsins, og bað þjóðina um að gefa sér tíma til að sýna fram á að þær myndu skila árangri. Þótt útlitið væri dökkt væri ennþá tími til að snúa taflinu sér í vil.Skoðanakannanir benda hins vegar til að þolinmæði þjóðarinnar sé á þrotum, flestar benda þær til að Bush sé óvinsælasti forseti síðustu 50 ára, ef undan er skilinn Richard Nixon vikurnar fyrir afsögn sínaþ Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung.Þótt þingheimur hafi fagnað George Bush í gær voru fagnaðarlætin mun lágstemmdari en undanfarin ár enda eru demókratar þar nú í meirihluta. Á stefnuræðu hans mátti líka greina að þar færi forseti sem skammt ætti eftir í embætti því fátt kom þar beinlínis á óvart. Það voru einna helst orkumálin sem vöktu athygli.Í ræðunni kynnti Bush áætlun sem miðar að því að minnka olíunotkun um fimmtung á næstu tíu árum og leggja þeim mun meiri áherslu á þróun og framleiðslu nýrra orkugjafa, sérstaklega etanóls. Kvaðst forsetinn ætla að fara fram á 250 milljarða króna fjárveitingu frá þinginu næsta áratuginn til þessara mála. Þessi stefnubreyting er tæpast vegna áhuga repúblikana á umhverfismálum heldur ráða pólitískar aðstæður sjálfsagt hér mestu. Bandaríkin eru einhverjir mestu olíuinnflytjendur í heimi og megnið af þeirri olíu kemur frá Venesúela og Mið-Austurlöndum þar sem Bandaríkin eiga fáa vini.Bush kom annars víða við í ræðunni, hann ræddi meðal annars málefni innflytjenda og endurbætur á heilbrigðiskerfi landisns. Írak var hins vegar sá einstaki þáttur sem stærstur hluti þessarar 53 mínútu löngu ræðu fjallaði um. Forsetinn útskýrði nýjar áherslur ríkisstjórnar sinnar í stríðsrekstrinum, meðal annars að senda aukaherlið til landsins, og bað þjóðina um að gefa sér tíma til að sýna fram á að þær myndu skila árangri. Þótt útlitið væri dökkt væri ennþá tími til að snúa taflinu sér í vil.Skoðanakannanir benda hins vegar til að þolinmæði þjóðarinnar sé á þrotum, flestar benda þær til að Bush sé óvinsælasti forseti síðustu 50 ára, ef undan er skilinn Richard Nixon vikurnar fyrir afsögn sínaþ
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira