Alþjóðaflugvöllurinn í Edinborg var rýmdur af öryggisástæðum í dag eftir að dularfullur poki fannst í innskráningarsal.
Talsmaður flugvallarins sagði Reuters fréttastofunni að allt starfsfólk og farþegar hefðu verið fluttir á brott á meðan sprengjusveit rannsakaði pokann og fjarlægði hann.
Flugvélum var gefið lendingarleyfi, en allar brottfarir hafa verið stöðvaðar.
Ríkisstjórnin telur hættu á hryðjuverkum í Bretlandi verulega og er viðbúnarstig á næst hæsta stigi.