Stofnendur Google viðurkenndu í gær að ákvörðun þeirra um að verða við beiðni kínverskra stjórnvalda að efnisstýra leitarvél sinni í Kína hefði verið röng. Sögðu þeir það vera þar sem ákvörðunin hefði skaða orðspor fyrirtækisins í Evrópu og í Bandaríkjunum.
Google breytti leitarvél sinni fyrir kínverskan markað á þann hátt að notendur gátu til dæmis ekki fundið neitt um atburðina sem áttu sér stað á torgi hins himneska friðar né Falun Gong. Í gær sögðu þeir að ákvörðunin hefði verið slæm fyrir viðskiptin.
Google lætur sjaldan í ljós eftirsjá en í gær kom fram að þeir hefðu jafnvel í huga að breyta um stefnu í Kína. Larry Page, annars stofnenda Google, sagði þó að það væri langtímamarkmið.