Við þetta bætist að hækkandi yfirborð sjávar er farið að kaffæra eyjar undan austurströnd Indlands. Þar hafa tvær eyjar sokkið í sæ síðasta áratuginn og tugþúsundir manna misstu heimili sín og viðurværi. Þá má geta þess að hækkandi hitastig mun hafa áhrif á hinar árlegu monsún rigningar sem getur leitt til þess að uppskera minnki stórlega. Er líkum leitt að því að tekjur af landbúnaði minnki um níu til tuttugu og fimm prósent.
Landbúnaður skilar 22 prósentum af þjóðarframleiðslu Indlands og 70 prósent vinnandi manna starfa í landbúnaði.