Stjórnvöld kærulaus um stera 4. febrúar 2007 19:21 Jóhanna Eiríksdóttir, nýkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins harmar að stóra steramálið hafi tengst sambandinu og segir það á móti steranotkun. Birgir Guðjónsson læknir og meðlimur í lyfjanefnd alþjóða frjálsíþróttasambandsins segir að stjórnvöld hafi sýnt algjört kæruleysi í þessum málaflokki. Þegar fíkniegfnalögreglan tekur þrjátíu þúsund skammta af sterum eins og á föstudag hljóta að vakna spurningar um hversu útbreidd þssi misnotkun er. Birgir segir að þessi misnotkun sé ekki einungis tengd keppnisíþróttum og sé talin algeng á líkamsræktarstöðvum. Hann bendir á hættuna af steranoktun. Hún skemmi hjarta- og æðakerfi auk þess sem hún auki á árásargirnd notenda. Birgir segir að víða annars staðar sé haft eftirlit með steranotkun í líkamsræktarstöðvum. Þess utan hafi sterar á sumum stöðum verið flokkaðir sem fíkniefni. Samkvæmt núgildandi löggjöf hér á landi varðar sterasmygl við lyfjalög og eru refsingar því til muna mildari en ef um fíkniefni væri að ræða. Gagnrýnir Birgir stjórnvöld fyrir kæruleysi í þessum málum og hafi þau seint og illa brugðist við margítrekuðum ábendingum, meðal annars frá honum. Sá sem handtekinn var á föstudag vegna skamtanna 30 þúsund var forvígismaður í Kraftlyftingasambandinu en hann lét af störfum á aðalfundi á föstudagskvöld og gékk úr félaginu. Þar var ný stjórn kjörin og segir Jóhanna Eiríksdóttir, nýr formaður Kraft, að hún vilji bæta ímynd kraftlyftinga og koma því á framfæri að steranotkun sé vandamál innan allra íþróttagreina. Segir Jóhanna að stefnt sé að inngöngu Krafts í ÍSÍ að nýju. Fréttir Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Jóhanna Eiríksdóttir, nýkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins harmar að stóra steramálið hafi tengst sambandinu og segir það á móti steranotkun. Birgir Guðjónsson læknir og meðlimur í lyfjanefnd alþjóða frjálsíþróttasambandsins segir að stjórnvöld hafi sýnt algjört kæruleysi í þessum málaflokki. Þegar fíkniegfnalögreglan tekur þrjátíu þúsund skammta af sterum eins og á föstudag hljóta að vakna spurningar um hversu útbreidd þssi misnotkun er. Birgir segir að þessi misnotkun sé ekki einungis tengd keppnisíþróttum og sé talin algeng á líkamsræktarstöðvum. Hann bendir á hættuna af steranoktun. Hún skemmi hjarta- og æðakerfi auk þess sem hún auki á árásargirnd notenda. Birgir segir að víða annars staðar sé haft eftirlit með steranotkun í líkamsræktarstöðvum. Þess utan hafi sterar á sumum stöðum verið flokkaðir sem fíkniefni. Samkvæmt núgildandi löggjöf hér á landi varðar sterasmygl við lyfjalög og eru refsingar því til muna mildari en ef um fíkniefni væri að ræða. Gagnrýnir Birgir stjórnvöld fyrir kæruleysi í þessum málum og hafi þau seint og illa brugðist við margítrekuðum ábendingum, meðal annars frá honum. Sá sem handtekinn var á föstudag vegna skamtanna 30 þúsund var forvígismaður í Kraftlyftingasambandinu en hann lét af störfum á aðalfundi á föstudagskvöld og gékk úr félaginu. Þar var ný stjórn kjörin og segir Jóhanna Eiríksdóttir, nýr formaður Kraft, að hún vilji bæta ímynd kraftlyftinga og koma því á framfæri að steranotkun sé vandamál innan allra íþróttagreina. Segir Jóhanna að stefnt sé að inngöngu Krafts í ÍSÍ að nýju.
Fréttir Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira