Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu 20. mars 2007 12:00 Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. Skipulagðar hafa verið lóðir undir um 1900 íbúðir í Reykjanesbæ sem nú telur um 12.000 manns. Til að manna allar þessar íbúðir þyrfti bæjarbúum að fjölga um 30%. Fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, sagði í fréttum okkar í gær að bæjarbúar hefðu verið kjaftaðir upp í gullgrafaraæði og margir sætu uppi með óseldar eignir. Bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, sagði hins vegar að bærinn væri eingöngu að svara eftirspurn eftir lóðum. Sigurður Kristinn Jónsson byggingarmeistari hefur verið í bransanum í um hálfa öld. Hann er með sex raðhús og fjórar íbúðir í parhúsum óseldar. Hann er þó hvergi banginn og hefur engar áhyggjur af sölu á sínum íbúðum né hinum nítjánhundruð sem eru ýmist nýseldar eða væntanlegar á markað. Dragist salan, geti það þó orðið dýrt. "Stundum selur maður strax og stundum getur þetta tekið svona hálft ár og það er svolítið dýrt að liggja með það á þessum vöxtum sem eru í gangi núna." Hann óttast ekki að fasteignaverð lækki þótt framboðið sé mikið. "Þetta er uppgangspláss. Þetta á eftir að stækka geysilega mikið. Við höfum góðan stýrimann, Árna Sigfússon, hann keyrir þetta áfram af mikilli fagmennsku." Áskell Agnarsson verktaki er að reisa blokk við höfnina í Keflavík og er byrjaður að grafa fyrir næstu. Hann hefur ekki áhyggjur af sölu íbúðanna. "Hér er fólk búið að skrifa sig á allar þessar íbúðir sem eru komnar hér upp núna. Og meira að segja farið að skrifa sig á hús sem er ekki farið að sjást hér ennþá." Áskell fagnar lóðaúthlutunum bæjarins og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira
Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. Skipulagðar hafa verið lóðir undir um 1900 íbúðir í Reykjanesbæ sem nú telur um 12.000 manns. Til að manna allar þessar íbúðir þyrfti bæjarbúum að fjölga um 30%. Fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, sagði í fréttum okkar í gær að bæjarbúar hefðu verið kjaftaðir upp í gullgrafaraæði og margir sætu uppi með óseldar eignir. Bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, sagði hins vegar að bærinn væri eingöngu að svara eftirspurn eftir lóðum. Sigurður Kristinn Jónsson byggingarmeistari hefur verið í bransanum í um hálfa öld. Hann er með sex raðhús og fjórar íbúðir í parhúsum óseldar. Hann er þó hvergi banginn og hefur engar áhyggjur af sölu á sínum íbúðum né hinum nítjánhundruð sem eru ýmist nýseldar eða væntanlegar á markað. Dragist salan, geti það þó orðið dýrt. "Stundum selur maður strax og stundum getur þetta tekið svona hálft ár og það er svolítið dýrt að liggja með það á þessum vöxtum sem eru í gangi núna." Hann óttast ekki að fasteignaverð lækki þótt framboðið sé mikið. "Þetta er uppgangspláss. Þetta á eftir að stækka geysilega mikið. Við höfum góðan stýrimann, Árna Sigfússon, hann keyrir þetta áfram af mikilli fagmennsku." Áskell Agnarsson verktaki er að reisa blokk við höfnina í Keflavík og er byrjaður að grafa fyrir næstu. Hann hefur ekki áhyggjur af sölu íbúðanna. "Hér er fólk búið að skrifa sig á allar þessar íbúðir sem eru komnar hér upp núna. Og meira að segja farið að skrifa sig á hús sem er ekki farið að sjást hér ennþá." Áskell fagnar lóðaúthlutunum bæjarins og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir.
Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira