Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu 20. mars 2007 12:00 Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. Skipulagðar hafa verið lóðir undir um 1900 íbúðir í Reykjanesbæ sem nú telur um 12.000 manns. Til að manna allar þessar íbúðir þyrfti bæjarbúum að fjölga um 30%. Fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, sagði í fréttum okkar í gær að bæjarbúar hefðu verið kjaftaðir upp í gullgrafaraæði og margir sætu uppi með óseldar eignir. Bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, sagði hins vegar að bærinn væri eingöngu að svara eftirspurn eftir lóðum. Sigurður Kristinn Jónsson byggingarmeistari hefur verið í bransanum í um hálfa öld. Hann er með sex raðhús og fjórar íbúðir í parhúsum óseldar. Hann er þó hvergi banginn og hefur engar áhyggjur af sölu á sínum íbúðum né hinum nítjánhundruð sem eru ýmist nýseldar eða væntanlegar á markað. Dragist salan, geti það þó orðið dýrt. "Stundum selur maður strax og stundum getur þetta tekið svona hálft ár og það er svolítið dýrt að liggja með það á þessum vöxtum sem eru í gangi núna." Hann óttast ekki að fasteignaverð lækki þótt framboðið sé mikið. "Þetta er uppgangspláss. Þetta á eftir að stækka geysilega mikið. Við höfum góðan stýrimann, Árna Sigfússon, hann keyrir þetta áfram af mikilli fagmennsku." Áskell Agnarsson verktaki er að reisa blokk við höfnina í Keflavík og er byrjaður að grafa fyrir næstu. Hann hefur ekki áhyggjur af sölu íbúðanna. "Hér er fólk búið að skrifa sig á allar þessar íbúðir sem eru komnar hér upp núna. Og meira að segja farið að skrifa sig á hús sem er ekki farið að sjást hér ennþá." Áskell fagnar lóðaúthlutunum bæjarins og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. Skipulagðar hafa verið lóðir undir um 1900 íbúðir í Reykjanesbæ sem nú telur um 12.000 manns. Til að manna allar þessar íbúðir þyrfti bæjarbúum að fjölga um 30%. Fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, sagði í fréttum okkar í gær að bæjarbúar hefðu verið kjaftaðir upp í gullgrafaraæði og margir sætu uppi með óseldar eignir. Bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, sagði hins vegar að bærinn væri eingöngu að svara eftirspurn eftir lóðum. Sigurður Kristinn Jónsson byggingarmeistari hefur verið í bransanum í um hálfa öld. Hann er með sex raðhús og fjórar íbúðir í parhúsum óseldar. Hann er þó hvergi banginn og hefur engar áhyggjur af sölu á sínum íbúðum né hinum nítjánhundruð sem eru ýmist nýseldar eða væntanlegar á markað. Dragist salan, geti það þó orðið dýrt. "Stundum selur maður strax og stundum getur þetta tekið svona hálft ár og það er svolítið dýrt að liggja með það á þessum vöxtum sem eru í gangi núna." Hann óttast ekki að fasteignaverð lækki þótt framboðið sé mikið. "Þetta er uppgangspláss. Þetta á eftir að stækka geysilega mikið. Við höfum góðan stýrimann, Árna Sigfússon, hann keyrir þetta áfram af mikilli fagmennsku." Áskell Agnarsson verktaki er að reisa blokk við höfnina í Keflavík og er byrjaður að grafa fyrir næstu. Hann hefur ekki áhyggjur af sölu íbúðanna. "Hér er fólk búið að skrifa sig á allar þessar íbúðir sem eru komnar hér upp núna. Og meira að segja farið að skrifa sig á hús sem er ekki farið að sjást hér ennþá." Áskell fagnar lóðaúthlutunum bæjarins og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir.
Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira