Lögregla á Filippseyjum yfirheyrir mannræningja 28. mars 2007 19:35 Lögreglan, í Maníla á Filippseyjum, yfirheyrir nú mann sem reyndi að knýja fram siðbót í landinu með því að ræna rúmlega þrjátíu börnum. Hann hélt þeim, og kennurum þeirra, í gíslingu í rútu við ráðhúsið í höfuðborginni í nærri tíu tíma. Annar tveggja manna sem tóku börnin þrjátíu og tvö og tvo kennara þeirra í gíslingu heitir Jun Ducat og er eigandi barnaheimilisins þaðan sem börnin voru að fara í skólaferð í morgun. Börnin eru á aldrinum fjögurra til sex ára. Skömmu eftir að gíslatakan hófst var einu barni sleppt þar sem það var lasið og með sótthita. Rútunni var lagt fyrir utan ráðhúsið í Manila og gerði Ducat þá grein fyrir því að með gíslatökunni vildi hann fordæma spillingu í landinu og krefjast þess að fátækum börnum Filippseyja yrði tryggt betra líf. Lögregla umrkingdi rútuna. Ducat gerði lögreglu grein fyrir því að hann og bandamaður hans væru vopnaði byssum og hands prengjum og hefðu tekið með mat og drykki fyrir alla til tveggja daga. Foreldrar barnanna komu þegar á vettvang og biðu þar milli vonar og ótta. Reynt var að semja við Ducat og vinur hans á þingi meðal annars sendur inn til þess. Að lokum tókst að tryggja lausn barnanna og kennaranna og þau fengu frelsi skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Þá voru mannræningjarnir þegar handteknir. Ducat hefur að sögn lögreglu áður tekið gísla. Það var síðla á níunda áratug síðustu aldar þegar hann tók tvo presta í gíslingu vegna deilna um kirkjubyggingu. Hann flúði af vettvangi eftir nokkra stund og kom þá í ljós að hann ógnaði prestunum með leikfangahandsprengjum og engin hætta á ferð. Fyrir sex árum sóttist Ducat svo eftir því að taka þátt í stjórnmálum og bauð sig fram til þings. Hann náði ekki kjöri. Ducat stofnaði svo barnaheimilið fyrir þremur árum. Erlent Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Lögreglan, í Maníla á Filippseyjum, yfirheyrir nú mann sem reyndi að knýja fram siðbót í landinu með því að ræna rúmlega þrjátíu börnum. Hann hélt þeim, og kennurum þeirra, í gíslingu í rútu við ráðhúsið í höfuðborginni í nærri tíu tíma. Annar tveggja manna sem tóku börnin þrjátíu og tvö og tvo kennara þeirra í gíslingu heitir Jun Ducat og er eigandi barnaheimilisins þaðan sem börnin voru að fara í skólaferð í morgun. Börnin eru á aldrinum fjögurra til sex ára. Skömmu eftir að gíslatakan hófst var einu barni sleppt þar sem það var lasið og með sótthita. Rútunni var lagt fyrir utan ráðhúsið í Manila og gerði Ducat þá grein fyrir því að með gíslatökunni vildi hann fordæma spillingu í landinu og krefjast þess að fátækum börnum Filippseyja yrði tryggt betra líf. Lögregla umrkingdi rútuna. Ducat gerði lögreglu grein fyrir því að hann og bandamaður hans væru vopnaði byssum og hands prengjum og hefðu tekið með mat og drykki fyrir alla til tveggja daga. Foreldrar barnanna komu þegar á vettvang og biðu þar milli vonar og ótta. Reynt var að semja við Ducat og vinur hans á þingi meðal annars sendur inn til þess. Að lokum tókst að tryggja lausn barnanna og kennaranna og þau fengu frelsi skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Þá voru mannræningjarnir þegar handteknir. Ducat hefur að sögn lögreglu áður tekið gísla. Það var síðla á níunda áratug síðustu aldar þegar hann tók tvo presta í gíslingu vegna deilna um kirkjubyggingu. Hann flúði af vettvangi eftir nokkra stund og kom þá í ljós að hann ógnaði prestunum með leikfangahandsprengjum og engin hætta á ferð. Fyrir sex árum sóttist Ducat svo eftir því að taka þátt í stjórnmálum og bauð sig fram til þings. Hann náði ekki kjöri. Ducat stofnaði svo barnaheimilið fyrir þremur árum.
Erlent Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira