Sannfærandi sigur hjá San Antonio 23. maí 2007 05:20 Bruce Bowen og Tim Duncan ræða hér málin í leiknum í nótt, sem var að heita má eign heimamanna NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir öruggan 105-96 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. San Antonio leiðir því einvígið 2-0 en næstu tveir leikir fara fram í Salt Lake City. Annar leikurinn þróaðist mjög líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigri með frábærum öðrum leikhluta. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en í öðrum leikhluta skildi á milli þar sem San Antonio hafði betur 32-17 og leiddi því í hálfleik 56-41. Heimamenn náðu mest yfir 20 stiga forystu líkt og í fyrsta leiknum, en þó Utah næði alltaf að minnka forskotið niður fyrir 10 stigin - var sigur heimamanna aldrei í hættu. Utah fann engin svör við stórleik Tony Parker sem fékk að valsa inn í teiginn og skapaði skot fyrir sjálfan sig og félaga sína fyrir utan þriggja stiga línuna. "Þetta er það sem þeir eru að gefa okkur. Ég er að keyra inn í teiginn og þeir neyða okkur til að taka langskotin - og við erum að setja þau niður," sagði Tony Parker, sem hitti öllum 6 skotum sínum utan af velli í fyrri hálfleiknum. "Við verðum að halda okkur á jörðinni því við höfum enn ekki gert neitt annað en að halda heimavellinum. Þeir eiga eftir að mæta grimmir til leiks í Utah og þar verðum við að spila enn betur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio. "Við skutum okkur í fótinn í hvert sinn sem við komum okkur í færi til að jafna leikinn og gerðum sjálfum okkur lífið leitt. Þeir nýttu sér það til fullnustu í þessum leik," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah. San Antonio vann baráttuna um fráköstin 44-35 og það hafði mikið að segja fyrir heimamenn sem töpuðu 23 boltum í leiknum sem er óvenju mikið á þeim bænum. Gregg Popovich þjálfari var spurður út í yfirburði hans manna í fráköstunum. "Ég sagði þeim bara að vera grimmari í fráköstunum eða eitthvað álíka töfrandi," sagði hinn kaldhæðni þjálfari Spurs. Tim Duncan hafði í raun hljótt um sig í sóknarleiknum en var samt stigahæstur heimamanna með 26 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot. Tony Parker skoraði 17 stig og setti persónulegt met í úrslitakeppni með 14 stoðsendingum. Manu Ginobili skoraði einnig 17 stig og Fabricio Oberto skoraði 14 stig og hirti 7 fráköst. Michael Finley, Bruce Bowen, Manu Ginobili og Brent Barry settu hver niður sína þrjá þristana í leiknum og alls nýtti San Antonio helming 26 þriggja stiga skota sinna í leiknum. Carlos Boozer átti nokkuð erfitt uppdráttar í fyrsta leik liðanna en hann hristi það af sér í nótt og bar af í liði Utah með 33 stigum og 15 fráköstum. Deron Williams átti einnig ágætan leik með 26 stig og 10 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig. Lykilleikmenn Utah á borð við Mehmet Okur, Derek Fisher og Matt Harpring voru úti á þekju í leiknum og fundu aldrei taktinn. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum í nótt. Næsti leikur fer fram í Salt Lake City á laugardagskvöldið og verður hann einnig sýndur beint á Sýn. Enginn leikur er á dagskrá í úrslitakeppninni í kvöld en fjörið heldur áfram á fimmtudagskvöldið þegar Detroit og Cleveland mætast öðru sinni í úrslitum Austurdeildarinnar. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn - eins og raunar allir leikir það sem eftir er í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir öruggan 105-96 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. San Antonio leiðir því einvígið 2-0 en næstu tveir leikir fara fram í Salt Lake City. Annar leikurinn þróaðist mjög líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigri með frábærum öðrum leikhluta. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en í öðrum leikhluta skildi á milli þar sem San Antonio hafði betur 32-17 og leiddi því í hálfleik 56-41. Heimamenn náðu mest yfir 20 stiga forystu líkt og í fyrsta leiknum, en þó Utah næði alltaf að minnka forskotið niður fyrir 10 stigin - var sigur heimamanna aldrei í hættu. Utah fann engin svör við stórleik Tony Parker sem fékk að valsa inn í teiginn og skapaði skot fyrir sjálfan sig og félaga sína fyrir utan þriggja stiga línuna. "Þetta er það sem þeir eru að gefa okkur. Ég er að keyra inn í teiginn og þeir neyða okkur til að taka langskotin - og við erum að setja þau niður," sagði Tony Parker, sem hitti öllum 6 skotum sínum utan af velli í fyrri hálfleiknum. "Við verðum að halda okkur á jörðinni því við höfum enn ekki gert neitt annað en að halda heimavellinum. Þeir eiga eftir að mæta grimmir til leiks í Utah og þar verðum við að spila enn betur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio. "Við skutum okkur í fótinn í hvert sinn sem við komum okkur í færi til að jafna leikinn og gerðum sjálfum okkur lífið leitt. Þeir nýttu sér það til fullnustu í þessum leik," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah. San Antonio vann baráttuna um fráköstin 44-35 og það hafði mikið að segja fyrir heimamenn sem töpuðu 23 boltum í leiknum sem er óvenju mikið á þeim bænum. Gregg Popovich þjálfari var spurður út í yfirburði hans manna í fráköstunum. "Ég sagði þeim bara að vera grimmari í fráköstunum eða eitthvað álíka töfrandi," sagði hinn kaldhæðni þjálfari Spurs. Tim Duncan hafði í raun hljótt um sig í sóknarleiknum en var samt stigahæstur heimamanna með 26 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot. Tony Parker skoraði 17 stig og setti persónulegt met í úrslitakeppni með 14 stoðsendingum. Manu Ginobili skoraði einnig 17 stig og Fabricio Oberto skoraði 14 stig og hirti 7 fráköst. Michael Finley, Bruce Bowen, Manu Ginobili og Brent Barry settu hver niður sína þrjá þristana í leiknum og alls nýtti San Antonio helming 26 þriggja stiga skota sinna í leiknum. Carlos Boozer átti nokkuð erfitt uppdráttar í fyrsta leik liðanna en hann hristi það af sér í nótt og bar af í liði Utah með 33 stigum og 15 fráköstum. Deron Williams átti einnig ágætan leik með 26 stig og 10 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig. Lykilleikmenn Utah á borð við Mehmet Okur, Derek Fisher og Matt Harpring voru úti á þekju í leiknum og fundu aldrei taktinn. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum í nótt. Næsti leikur fer fram í Salt Lake City á laugardagskvöldið og verður hann einnig sýndur beint á Sýn. Enginn leikur er á dagskrá í úrslitakeppninni í kvöld en fjörið heldur áfram á fimmtudagskvöldið þegar Detroit og Cleveland mætast öðru sinni í úrslitum Austurdeildarinnar. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn - eins og raunar allir leikir það sem eftir er í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum