Nýr flugvélamótor var prófaður í Ástralíu á dögunum og var honum komið á 11 þúsund km/klst. Það er tífaldur hraði hljóðsins. Mótorinn er brennslumótor sem ætlaður er orrustuflugvélum.
Til að ná þessum mikla hraða var gripnum skotið með eldflaug upp í mikla hæð, þar sem andrúmsloftið er þynnra. Fyrst um sinn var mótorinn drifinn áfram af eldflaug til að koma góðum snúning á hjól hans.
Það eru ástralskir og bandarískir herfræðingar hafa hannað hann undanfarin ár. Hönnuðirnir trúa því að með þessu módeli sé hægt að ná enn meiri hraða.
Gögnin frá fluginu verða skoðuð á næstu vikum og borin saman við samskonar tilraunir á mótornum á jörðu niðri.