Erlent

Áfengi skolar iktsýki burt

Þrír litlir bjórar á viku vinna á iktsýki
Þrír litlir bjórar á viku vinna á iktsýki MYND/AP

Enn ein rannsóknin sem bendir til að hófleg áfengisneysla sé heilsusamleg hefur litið dagsins ljós. Nú voru það sænskir vísindamenn við Karolinska Institute í Stokkhólmi sem komust að þeirri niðurstöðu að þrjú vínglös eða litlir bjórar á viku minnka líkurnar á iktsýki um helming.

Þetta nýjasta skotmark Bakkusar er ónæmissjúkdómur sem lýsir sér í stirðleika í liðum og þreytu. Ef ekki er leitað til læknis - eða fengið sér í glas - geta skemmdir í liðum leitt til hreyfihömlunnar.

Sænsku vísindamennirnir kynntu niðurstöður sínar á þingi gigtarlækna í síðustu viku og fengu mikið lof fyrir. Þó benda Svíarnir á að fleiri rannsókna sé þörf til að styðja niðurstöðurnar.

Áður hefur verið sýnt fram á að hófleg áfengisneysla getur fyrirbyggt ýmsa hjartasjúkdóma, krabbamein og jafnvel Alzheimer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×