Indverskur læknir var hnepptur í varðhald í Ástralíu í gær í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum í Englandi um helgina.
Læknirinn var hnepptur í varðhald þegar hann var að reyna að yfirgefa landið. Hann er áttundi maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna málsins og sá fyrsti sem tekinn er utan Bretlands. Hann er hins vegar þriðji læknirninn í hópnum. Enn hefur engin ákæra verið lögð fram gegn honum. Hann starfaði á sjúkrahúsi í Brisbane í Ástralíu. Hann hafði áður búið og starfað í Liverpool í Englandi en þaðan kemur einn þeirra sjö sem breska lögreglan er með í haldi.
Breska blaðið Independent segir í morgun að fimm af þeim átta sem hafa verið hnepptir í gæsluvarðhald séu læknar og þá hafi verið leitað á heimili þess sjötta. Þá er ástralska lögreglan að yfirheyra annan starfsmann sjúkrahússins en hann hefur ekki verið hnepptur í varðhald.
Samkvæmt nýjustu fregnum sprengdi breska lögreglan upp tvær sprengjur sem voru í bíl við mosku í Glasgow í morgun.Hún hefur ekkert viljað segja um málið.
Þriðji læknirinn hnepptur í gæsluvarðhald vegna tilræðanna í Bretlandi
Jónas Haraldsson skrifar
