Yfirvöld í Brasilíu hafa tilkynnt um nýja áætlun til þess að bæta aðstæður í fátækrahverfum í og við borgina Rio de Janeiro. Undanfarna daga hefur lögreglan í borginni staðið í miklum aðgerðum gegn eiturlyfjasölum í hverfunum og hafa 19 manns látist í þeim aðgerðum.
Forseti Brasilíu sagði að besta leiðin til þess að berjast gegn glæpum væri að sjá til þess að grunnþarfir fólks væru uppfylltar. Fleiri en ein milljón manna býr í fátækrahverfunum.