Bretar segja brottrekstur erindreka óréttlætanlegan Jónas Haraldsson skrifar 19. júlí 2007 12:31 David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands. MYND/AFP Rússar hafa ákveðið að reka fjóra breska erindreka úr landi og hefna þar með fyrir ákvörðun Breta sem ráku nýverið fjóra enrindreka Rússa frá Bretlandi. Þá hafa Rússar einnig ákveðið að hætta að veita breskum embættismönnum vegabréfsáritanir. Einnig var tilkynnt að þeir hefðu bundið enda á samstarf ríkjanna tveggja í hryðjuverkamálum. Breska utanríkisráðuneytið svaraði því að það væri vonsvikið yfir því að Rússar ætluðu sér ekki að vinna með þeim í máli Andrei Lugovoy. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun Rússa um að reka erindrekana fjóra úr landi óréttlætanlega. Hann sagðist á sama tíma þakklátur fyrir stuðning alþjóðasamfélagins í málinu. Miliband sagði á fréttamannafundi nú fyrir stuttu að Bretar hafi ennþá stóru hlutverki að gegna í heiminum og að þau tengsl sem að landið búi nú yfir, til dæmis við Bandaríkjamenn, séu ef eitthvað er enn mikilvægari en áður. Þá sagði hann öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mikilvægan vettvang sem þyrfti að nota til þess að koma málum á framfæri. Þar væri unnið með Kína og Rússlandi og þess vegna væri nauðsynlegt að halda góðum samskiptum við þau lönd. Einnig minntist hann á samstarf Rússa og Breta í fjórvelda hópnum og sagði að það samstarf þyrfti ekki að verða fyrir áhrifum frá öðrum málum. Miliband er einn af yngstu utanríkisráðherrum í sögu Bretlands. Hann var skipaður í embætti þegar að Gordon Brown tók við sem forsætisráðherra Bretlands. Rice hvetur Rússa til að framselja LugovoyAndrei Lugovoy, maðurinn sem Bretar og Rússar deila um.MYND/APCondoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Rússa til þess að virða framsalsbeiðni Breta og afhenda þeim Andrei Lugovoy. Hún sagði þetta rétt fyrir fund fjórveldanna en fulltrúar þeirra hittast á í dag. Þá sagði hún engan tilgang sjá í því að sniðganga Rússa.Lugovoy hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu og sagði nýverið að breska leyniþjónustan hefði ætlað sér að myrða Litvinenko. Þeir voru eitt sinn samstarfsmenn. Rússar segja það vera gegn stjórnarskrá sinni að framselja rússneskan ríkisborgara til þess að rétta yfir honum í öðru landi. Bretar hafa hins vegar bent á að ef hann fer til lands sem Bretar hafa framsalssamning við muni þeir fara fram á að Lugovoy verði afhentur þeim hið fyrsta. Litvinenko málið er ástæða erfiðleikannaLitvinenko á banabeði sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum í nóvember á síðasta ári.MYND/APUndanfarna mánuði hefur samband ríkjanna tveggja versnað verulega. Mál fyrrum njósnarans Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirka efninu pólóníum 210 í Lundúnum, er ein helsta ástæða þess. Bretar hafa krafist þess að Rússar framselji þann sem þeir gruna um glæpinn svo hægt sé að rétta yfir honum í Bretlandi. Rússar neituðu því nýverið og til þess að svara því þá ráku Bretar fjóra erindreka Rússa úr landi. Þeir hættu einnig viðræðum um einföldun á vegabréfsáritun.Viðskiptaráðherra Rússa hefur þó sagt að ekkert verði gert sem gæti komið niður á viðskiptalegum tengslum landanna tveggja en þau hafa aldrei verið umfangsmeiri. Erlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Rússar hafa ákveðið að reka fjóra breska erindreka úr landi og hefna þar með fyrir ákvörðun Breta sem ráku nýverið fjóra enrindreka Rússa frá Bretlandi. Þá hafa Rússar einnig ákveðið að hætta að veita breskum embættismönnum vegabréfsáritanir. Einnig var tilkynnt að þeir hefðu bundið enda á samstarf ríkjanna tveggja í hryðjuverkamálum. Breska utanríkisráðuneytið svaraði því að það væri vonsvikið yfir því að Rússar ætluðu sér ekki að vinna með þeim í máli Andrei Lugovoy. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun Rússa um að reka erindrekana fjóra úr landi óréttlætanlega. Hann sagðist á sama tíma þakklátur fyrir stuðning alþjóðasamfélagins í málinu. Miliband sagði á fréttamannafundi nú fyrir stuttu að Bretar hafi ennþá stóru hlutverki að gegna í heiminum og að þau tengsl sem að landið búi nú yfir, til dæmis við Bandaríkjamenn, séu ef eitthvað er enn mikilvægari en áður. Þá sagði hann öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mikilvægan vettvang sem þyrfti að nota til þess að koma málum á framfæri. Þar væri unnið með Kína og Rússlandi og þess vegna væri nauðsynlegt að halda góðum samskiptum við þau lönd. Einnig minntist hann á samstarf Rússa og Breta í fjórvelda hópnum og sagði að það samstarf þyrfti ekki að verða fyrir áhrifum frá öðrum málum. Miliband er einn af yngstu utanríkisráðherrum í sögu Bretlands. Hann var skipaður í embætti þegar að Gordon Brown tók við sem forsætisráðherra Bretlands. Rice hvetur Rússa til að framselja LugovoyAndrei Lugovoy, maðurinn sem Bretar og Rússar deila um.MYND/APCondoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Rússa til þess að virða framsalsbeiðni Breta og afhenda þeim Andrei Lugovoy. Hún sagði þetta rétt fyrir fund fjórveldanna en fulltrúar þeirra hittast á í dag. Þá sagði hún engan tilgang sjá í því að sniðganga Rússa.Lugovoy hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu og sagði nýverið að breska leyniþjónustan hefði ætlað sér að myrða Litvinenko. Þeir voru eitt sinn samstarfsmenn. Rússar segja það vera gegn stjórnarskrá sinni að framselja rússneskan ríkisborgara til þess að rétta yfir honum í öðru landi. Bretar hafa hins vegar bent á að ef hann fer til lands sem Bretar hafa framsalssamning við muni þeir fara fram á að Lugovoy verði afhentur þeim hið fyrsta. Litvinenko málið er ástæða erfiðleikannaLitvinenko á banabeði sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum í nóvember á síðasta ári.MYND/APUndanfarna mánuði hefur samband ríkjanna tveggja versnað verulega. Mál fyrrum njósnarans Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirka efninu pólóníum 210 í Lundúnum, er ein helsta ástæða þess. Bretar hafa krafist þess að Rússar framselji þann sem þeir gruna um glæpinn svo hægt sé að rétta yfir honum í Bretlandi. Rússar neituðu því nýverið og til þess að svara því þá ráku Bretar fjóra erindreka Rússa úr landi. Þeir hættu einnig viðræðum um einföldun á vegabréfsáritun.Viðskiptaráðherra Rússa hefur þó sagt að ekkert verði gert sem gæti komið niður á viðskiptalegum tengslum landanna tveggja en þau hafa aldrei verið umfangsmeiri.
Erlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira