Bretar segja brottrekstur erindreka óréttlætanlegan Jónas Haraldsson skrifar 19. júlí 2007 12:31 David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands. MYND/AFP Rússar hafa ákveðið að reka fjóra breska erindreka úr landi og hefna þar með fyrir ákvörðun Breta sem ráku nýverið fjóra enrindreka Rússa frá Bretlandi. Þá hafa Rússar einnig ákveðið að hætta að veita breskum embættismönnum vegabréfsáritanir. Einnig var tilkynnt að þeir hefðu bundið enda á samstarf ríkjanna tveggja í hryðjuverkamálum. Breska utanríkisráðuneytið svaraði því að það væri vonsvikið yfir því að Rússar ætluðu sér ekki að vinna með þeim í máli Andrei Lugovoy. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun Rússa um að reka erindrekana fjóra úr landi óréttlætanlega. Hann sagðist á sama tíma þakklátur fyrir stuðning alþjóðasamfélagins í málinu. Miliband sagði á fréttamannafundi nú fyrir stuttu að Bretar hafi ennþá stóru hlutverki að gegna í heiminum og að þau tengsl sem að landið búi nú yfir, til dæmis við Bandaríkjamenn, séu ef eitthvað er enn mikilvægari en áður. Þá sagði hann öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mikilvægan vettvang sem þyrfti að nota til þess að koma málum á framfæri. Þar væri unnið með Kína og Rússlandi og þess vegna væri nauðsynlegt að halda góðum samskiptum við þau lönd. Einnig minntist hann á samstarf Rússa og Breta í fjórvelda hópnum og sagði að það samstarf þyrfti ekki að verða fyrir áhrifum frá öðrum málum. Miliband er einn af yngstu utanríkisráðherrum í sögu Bretlands. Hann var skipaður í embætti þegar að Gordon Brown tók við sem forsætisráðherra Bretlands. Rice hvetur Rússa til að framselja LugovoyAndrei Lugovoy, maðurinn sem Bretar og Rússar deila um.MYND/APCondoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Rússa til þess að virða framsalsbeiðni Breta og afhenda þeim Andrei Lugovoy. Hún sagði þetta rétt fyrir fund fjórveldanna en fulltrúar þeirra hittast á í dag. Þá sagði hún engan tilgang sjá í því að sniðganga Rússa.Lugovoy hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu og sagði nýverið að breska leyniþjónustan hefði ætlað sér að myrða Litvinenko. Þeir voru eitt sinn samstarfsmenn. Rússar segja það vera gegn stjórnarskrá sinni að framselja rússneskan ríkisborgara til þess að rétta yfir honum í öðru landi. Bretar hafa hins vegar bent á að ef hann fer til lands sem Bretar hafa framsalssamning við muni þeir fara fram á að Lugovoy verði afhentur þeim hið fyrsta. Litvinenko málið er ástæða erfiðleikannaLitvinenko á banabeði sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum í nóvember á síðasta ári.MYND/APUndanfarna mánuði hefur samband ríkjanna tveggja versnað verulega. Mál fyrrum njósnarans Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirka efninu pólóníum 210 í Lundúnum, er ein helsta ástæða þess. Bretar hafa krafist þess að Rússar framselji þann sem þeir gruna um glæpinn svo hægt sé að rétta yfir honum í Bretlandi. Rússar neituðu því nýverið og til þess að svara því þá ráku Bretar fjóra erindreka Rússa úr landi. Þeir hættu einnig viðræðum um einföldun á vegabréfsáritun.Viðskiptaráðherra Rússa hefur þó sagt að ekkert verði gert sem gæti komið niður á viðskiptalegum tengslum landanna tveggja en þau hafa aldrei verið umfangsmeiri. Erlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Rússar hafa ákveðið að reka fjóra breska erindreka úr landi og hefna þar með fyrir ákvörðun Breta sem ráku nýverið fjóra enrindreka Rússa frá Bretlandi. Þá hafa Rússar einnig ákveðið að hætta að veita breskum embættismönnum vegabréfsáritanir. Einnig var tilkynnt að þeir hefðu bundið enda á samstarf ríkjanna tveggja í hryðjuverkamálum. Breska utanríkisráðuneytið svaraði því að það væri vonsvikið yfir því að Rússar ætluðu sér ekki að vinna með þeim í máli Andrei Lugovoy. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun Rússa um að reka erindrekana fjóra úr landi óréttlætanlega. Hann sagðist á sama tíma þakklátur fyrir stuðning alþjóðasamfélagins í málinu. Miliband sagði á fréttamannafundi nú fyrir stuttu að Bretar hafi ennþá stóru hlutverki að gegna í heiminum og að þau tengsl sem að landið búi nú yfir, til dæmis við Bandaríkjamenn, séu ef eitthvað er enn mikilvægari en áður. Þá sagði hann öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mikilvægan vettvang sem þyrfti að nota til þess að koma málum á framfæri. Þar væri unnið með Kína og Rússlandi og þess vegna væri nauðsynlegt að halda góðum samskiptum við þau lönd. Einnig minntist hann á samstarf Rússa og Breta í fjórvelda hópnum og sagði að það samstarf þyrfti ekki að verða fyrir áhrifum frá öðrum málum. Miliband er einn af yngstu utanríkisráðherrum í sögu Bretlands. Hann var skipaður í embætti þegar að Gordon Brown tók við sem forsætisráðherra Bretlands. Rice hvetur Rússa til að framselja LugovoyAndrei Lugovoy, maðurinn sem Bretar og Rússar deila um.MYND/APCondoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Rússa til þess að virða framsalsbeiðni Breta og afhenda þeim Andrei Lugovoy. Hún sagði þetta rétt fyrir fund fjórveldanna en fulltrúar þeirra hittast á í dag. Þá sagði hún engan tilgang sjá í því að sniðganga Rússa.Lugovoy hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu og sagði nýverið að breska leyniþjónustan hefði ætlað sér að myrða Litvinenko. Þeir voru eitt sinn samstarfsmenn. Rússar segja það vera gegn stjórnarskrá sinni að framselja rússneskan ríkisborgara til þess að rétta yfir honum í öðru landi. Bretar hafa hins vegar bent á að ef hann fer til lands sem Bretar hafa framsalssamning við muni þeir fara fram á að Lugovoy verði afhentur þeim hið fyrsta. Litvinenko málið er ástæða erfiðleikannaLitvinenko á banabeði sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum í nóvember á síðasta ári.MYND/APUndanfarna mánuði hefur samband ríkjanna tveggja versnað verulega. Mál fyrrum njósnarans Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirka efninu pólóníum 210 í Lundúnum, er ein helsta ástæða þess. Bretar hafa krafist þess að Rússar framselji þann sem þeir gruna um glæpinn svo hægt sé að rétta yfir honum í Bretlandi. Rússar neituðu því nýverið og til þess að svara því þá ráku Bretar fjóra erindreka Rússa úr landi. Þeir hættu einnig viðræðum um einföldun á vegabréfsáritun.Viðskiptaráðherra Rússa hefur þó sagt að ekkert verði gert sem gæti komið niður á viðskiptalegum tengslum landanna tveggja en þau hafa aldrei verið umfangsmeiri.
Erlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira