Heimsótti skotgrafir fyrri heimsstyrjaldar 90 árum eftir að hafa barist þar Jónas Haraldsson skrifar 30. júlí 2007 10:50 Patch og van Emden á ferð um Belgíu. MYND/Vísir Síðasti eftirlifandi Bretinn sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar heimsótti nýverið staðinn þar sem fleiri en 250 þúsund breskir hermenn létu lífið fyrir 90 árum síðan. Harry Patch, 109 ára, fór til Belgíu til þess að minnast bardagans um þorpið Passchendaele. Hann minntist bæði fallinna félaga sem og Þjóðverja og sagði þá hafa þjáðst alveg jafnmikið. Minningarathafnir vegna bardagans hefjast á morgun. Patch var í fótgönguliði hertogans af Cornwall og var kallaður í herinn þegar hann var 18 ára. Hann var þá lærlingur hjá pípara. Hann særðist alvarlega í skotgröfunum þegar sprengja sprakk aðeins nokkra metra frá honum. Þrír bestu vinir hans létu lífið í sprengingunni. Patch ferðaðist um svæðið með sagnfræðingnum Richard van Emden, sem hefur skráð endurminningar hans. Saman fóru þeir um þær fimm mílur sem bandamenn börðust við Þjóðverja um. Bardaginn tók 99 daga. Patch sagði stríð ekki virði eins mannlífs. „Of margir féllu í valinn. Stríð er ekki virði eins lífs," sagði hann. „Stríð er úthugsuð og viðurkennd aðferð til þess að slátra saklausu fólki," bætti hann síðan við. Hann sagði Þjóðverja hafa þjáðst ekki síður en bandamenn. Talið er að fleiri en 260 þúsund Þjóðverjar hafi látið lífið í bardaganum um Passchendaele. Bardagans er ekki síst minnst vegna þeirrar gríðarlegu rigningar sem var á meðan barist var. Bæði menn og hestar drukknuðu í leðjunni. Breskar, kanadískar, ástralskar og suður-afrískar hersveitir börðust þar gegn hersveitum Þjóðverja. Fréttastofa BBC sagði frá þessu í dag. Erlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Síðasti eftirlifandi Bretinn sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar heimsótti nýverið staðinn þar sem fleiri en 250 þúsund breskir hermenn létu lífið fyrir 90 árum síðan. Harry Patch, 109 ára, fór til Belgíu til þess að minnast bardagans um þorpið Passchendaele. Hann minntist bæði fallinna félaga sem og Þjóðverja og sagði þá hafa þjáðst alveg jafnmikið. Minningarathafnir vegna bardagans hefjast á morgun. Patch var í fótgönguliði hertogans af Cornwall og var kallaður í herinn þegar hann var 18 ára. Hann var þá lærlingur hjá pípara. Hann særðist alvarlega í skotgröfunum þegar sprengja sprakk aðeins nokkra metra frá honum. Þrír bestu vinir hans létu lífið í sprengingunni. Patch ferðaðist um svæðið með sagnfræðingnum Richard van Emden, sem hefur skráð endurminningar hans. Saman fóru þeir um þær fimm mílur sem bandamenn börðust við Þjóðverja um. Bardaginn tók 99 daga. Patch sagði stríð ekki virði eins mannlífs. „Of margir féllu í valinn. Stríð er ekki virði eins lífs," sagði hann. „Stríð er úthugsuð og viðurkennd aðferð til þess að slátra saklausu fólki," bætti hann síðan við. Hann sagði Þjóðverja hafa þjáðst ekki síður en bandamenn. Talið er að fleiri en 260 þúsund Þjóðverjar hafi látið lífið í bardaganum um Passchendaele. Bardagans er ekki síst minnst vegna þeirrar gríðarlegu rigningar sem var á meðan barist var. Bæði menn og hestar drukknuðu í leðjunni. Breskar, kanadískar, ástralskar og suður-afrískar hersveitir börðust þar gegn hersveitum Þjóðverja. Fréttastofa BBC sagði frá þessu í dag.
Erlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira