Launin þín eru nú til sýnis 31. júlí 2007 07:30 Frá og með deginum í dag og næstu tvær vikur munu upplýsingar um tekjur hvers og eins okkar liggja frammi til sýnis fyrir atbeina íslenska ríkisins. Ekkert okkar hefur veitt leyfi fyrir þessari birtingu en með henni gefst samstarfsmönnum okkar, nágrönnum, kunningjum, vinum og síðast en ekki síst óvildarmönnum færi á að hnýsast í einkamálefni okkar, viðkvæmar persónuupplýsingar, fjárhagsmálefni okkar. Fjárhagsmálefni eru einkamál hvers og eins og meðal viðkvæmustu persónuupplýsinga í nútímasamfélagi. Gildar ástæður þurfa að liggja til grundvallar þeirri stefnu stjórnvalda að heimta þessar upplýsingar í krafti valdheimilda og leggja þær svo á glámbekk. Órökstuddar hugmyndir um virkt skatteftirlit með þessum hætti geta vart talist grundvöllur slíkrar valdbeitingar og átroðningi ríkisvaldsins á réttindum einstaklinga. Formælendur þessa lögbundna yfirgangs – opinberrar birtingar á upplýsingum um launin okkar – nefna gjarnan að gagnsæi í þessum efnum sé mikilvægt, m.a. til að fylgjast með þróun í launamun kynjanna. En allar þær upplýsingar má vinna og birta án þess að tengja þær við nafngreinda menn og konur. Engin þörf er á því, sé þetta tilgangurinn, að ráðast svo freklega gegn friðhelgi einkalífsins. Birting upplýsinga um tekjur einstaklinga er einnig til þess fallin að grafa undan því trúnaðarsambandi sem viðgengist hefur á vinnumarkaði um launakjör í frjálsum vinnusamningum. Með því að skylda skattstjóra til að leggja álagningarog skattskrár fram gerir ríkisvaldið þennan trúnað að engu. Telja verður að núgildandi ákvæði laga um tekjuskatt sem skylda skattstjóra til að birta álagningar- og skattskrár séu í verulegu ósamræmi við lagaákvæði og þær meginreglur sem lögfestar hafa verið um þagnarskyldu um upplýsingar sem varða fjárhagsmálefni einstaklinga á síðustu árum. Þá verður að teljast afar hæpið umrædd lagagrein standist ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs. Ungir sjálfstæðismenn munu næstu tvær vikur láta gestabækur liggja frammi á skattstofum. Þeir sem fletta upp í álagningarskrám eru beðnir um að skrá nafn sitt og nöfn þeirra sem þeir eru að grennslast fyrir um í þessa gestabók. Þetta ætti að vera auðsótt, enda er fólk að sinna heiðvirðu skattaeftirliti – eða hvað? Við skulum sjá hversu margir gefa sig fram. Höfundur er formaður SUS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Frá og með deginum í dag og næstu tvær vikur munu upplýsingar um tekjur hvers og eins okkar liggja frammi til sýnis fyrir atbeina íslenska ríkisins. Ekkert okkar hefur veitt leyfi fyrir þessari birtingu en með henni gefst samstarfsmönnum okkar, nágrönnum, kunningjum, vinum og síðast en ekki síst óvildarmönnum færi á að hnýsast í einkamálefni okkar, viðkvæmar persónuupplýsingar, fjárhagsmálefni okkar. Fjárhagsmálefni eru einkamál hvers og eins og meðal viðkvæmustu persónuupplýsinga í nútímasamfélagi. Gildar ástæður þurfa að liggja til grundvallar þeirri stefnu stjórnvalda að heimta þessar upplýsingar í krafti valdheimilda og leggja þær svo á glámbekk. Órökstuddar hugmyndir um virkt skatteftirlit með þessum hætti geta vart talist grundvöllur slíkrar valdbeitingar og átroðningi ríkisvaldsins á réttindum einstaklinga. Formælendur þessa lögbundna yfirgangs – opinberrar birtingar á upplýsingum um launin okkar – nefna gjarnan að gagnsæi í þessum efnum sé mikilvægt, m.a. til að fylgjast með þróun í launamun kynjanna. En allar þær upplýsingar má vinna og birta án þess að tengja þær við nafngreinda menn og konur. Engin þörf er á því, sé þetta tilgangurinn, að ráðast svo freklega gegn friðhelgi einkalífsins. Birting upplýsinga um tekjur einstaklinga er einnig til þess fallin að grafa undan því trúnaðarsambandi sem viðgengist hefur á vinnumarkaði um launakjör í frjálsum vinnusamningum. Með því að skylda skattstjóra til að leggja álagningarog skattskrár fram gerir ríkisvaldið þennan trúnað að engu. Telja verður að núgildandi ákvæði laga um tekjuskatt sem skylda skattstjóra til að birta álagningar- og skattskrár séu í verulegu ósamræmi við lagaákvæði og þær meginreglur sem lögfestar hafa verið um þagnarskyldu um upplýsingar sem varða fjárhagsmálefni einstaklinga á síðustu árum. Þá verður að teljast afar hæpið umrædd lagagrein standist ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs. Ungir sjálfstæðismenn munu næstu tvær vikur láta gestabækur liggja frammi á skattstofum. Þeir sem fletta upp í álagningarskrám eru beðnir um að skrá nafn sitt og nöfn þeirra sem þeir eru að grennslast fyrir um í þessa gestabók. Þetta ætti að vera auðsótt, enda er fólk að sinna heiðvirðu skattaeftirliti – eða hvað? Við skulum sjá hversu margir gefa sig fram. Höfundur er formaður SUS.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun