Vísindamenn finna gen sem eykur líkur á því að verða örvhentur Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 12:01 Vinstra heilahvelið stjórnar tali og málfari hjá rétthentu fólki en tilfinningum hjá örvhentu fólki. MYND/Vísir Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. Genið, sem kallast LRRTM1, virðist gegna lykilhlutverki í því hvaða hlutar heilans stjórna hverju, eins og tali eða tilfinningum. Rannsóknin birtist í tímaritinu Molecular Psychiatry. Í rétthentu fólki stjórnar vinstra heilahvelið tali og málfari og hægri hliðin tilfinningum. Í örvhentu fólki reynist hins vegar það öfuga gilda og vinstra heilahvelið stjórnar því tilfinningum og það hægra tali og málfari. Vísindamennirnir telja að LRRTM1 genið beri ábyrgð á þessu. Þeir telja einnig að sama genið auki líkurnar á geðklofa, sem er oft tengdur við það þegar ójafnvægi myndast í heilanum varðandi hina ýmsu starfsemi hans. Það er munur á getu rétthentra og örvhentraVinstri hönd einhvers. Viðkomandi hefur staðið sig betur í tölvuleikjum, íþróttum og slagsmálum en þarf að sætta sig við auknar líkur á ýmsum kvillum sem og það að hann gæti lent í fleiri slysum.MYND/VísirVísindamaðurinn sem var í forsvari þeirra sem rannsökuðu málið, Dr. Clyde Francks, sagði að næsta skref væri að rannsaka hlutverk gensins á þróun heilans. Hann sagðist vonast til þess að þær myndu skýra betur hversvegna heilinn er ósamhverfur. Engu að síður sagði Francks að örvhentir ættu ekki að óttast tengslin á milli þeirrar handar sem þeir nota og geðklofa. Hann sagði að það væru margir aðrir þættir sem hefðu áhrif á slíkt og að stór hluti þeirra sem væru örvhentir myndu aldrei verða geðklofa. Ýmis gögn benda til þess að raunverulegur munur sé á örvhentum og rétthentum. Rannsóknir ástralskra vísindamanna á síðasta ári sýndu fram á að örvhentir geta hugsað hraðar þegar þeir spila tölvuleiki eða íþróttir. Franskir vísindamenn komust einnig að því að það hjálpaði fólki í slagsmálum að vera örvhent. Hins vegar hefur það að vera örvhentur verið tengt við auknar líkur á ýmsum sjúkdómum og því að lenda í fleiri slysum. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu í dag. Erlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. Genið, sem kallast LRRTM1, virðist gegna lykilhlutverki í því hvaða hlutar heilans stjórna hverju, eins og tali eða tilfinningum. Rannsóknin birtist í tímaritinu Molecular Psychiatry. Í rétthentu fólki stjórnar vinstra heilahvelið tali og málfari og hægri hliðin tilfinningum. Í örvhentu fólki reynist hins vegar það öfuga gilda og vinstra heilahvelið stjórnar því tilfinningum og það hægra tali og málfari. Vísindamennirnir telja að LRRTM1 genið beri ábyrgð á þessu. Þeir telja einnig að sama genið auki líkurnar á geðklofa, sem er oft tengdur við það þegar ójafnvægi myndast í heilanum varðandi hina ýmsu starfsemi hans. Það er munur á getu rétthentra og örvhentraVinstri hönd einhvers. Viðkomandi hefur staðið sig betur í tölvuleikjum, íþróttum og slagsmálum en þarf að sætta sig við auknar líkur á ýmsum kvillum sem og það að hann gæti lent í fleiri slysum.MYND/VísirVísindamaðurinn sem var í forsvari þeirra sem rannsökuðu málið, Dr. Clyde Francks, sagði að næsta skref væri að rannsaka hlutverk gensins á þróun heilans. Hann sagðist vonast til þess að þær myndu skýra betur hversvegna heilinn er ósamhverfur. Engu að síður sagði Francks að örvhentir ættu ekki að óttast tengslin á milli þeirrar handar sem þeir nota og geðklofa. Hann sagði að það væru margir aðrir þættir sem hefðu áhrif á slíkt og að stór hluti þeirra sem væru örvhentir myndu aldrei verða geðklofa. Ýmis gögn benda til þess að raunverulegur munur sé á örvhentum og rétthentum. Rannsóknir ástralskra vísindamanna á síðasta ári sýndu fram á að örvhentir geta hugsað hraðar þegar þeir spila tölvuleiki eða íþróttir. Franskir vísindamenn komust einnig að því að það hjálpaði fólki í slagsmálum að vera örvhent. Hins vegar hefur það að vera örvhentur verið tengt við auknar líkur á ýmsum sjúkdómum og því að lenda í fleiri slysum. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu í dag.
Erlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira