Körfubolti

Ég er enn mesti fanturinn í deildinni

Shaq hefur ekki misst trú á sjálfan sig þótt aldurinn færist yfir
Shaq hefur ekki misst trú á sjálfan sig þótt aldurinn færist yfir NordicPhotos/GettyImages

Miðherjinn Shaquille O´Neal hefur ekki riðið feitum hesti frá fyrstu leikjum sínum með Miami í NBA það sem af er leiktíðinni. Liðið tapar hverjum leiknum á fætur öðrum og tröllið virðist ekki geta borið liðið á herðum sér án Dwyane Wade sem er meiddur.

O´Neal átti sinn "besta" leik til þessa á tímabilinu í nótt þegar hann skoraði 17 stig í tapleik gegn San Antonio. O´Neal er aðeins með 12,8 stig og 6,5 fráköst að meðaltali í leik í þeim fjórum leikjum sem búnir eru - ekki töfræði sem einkennir einn öflugasta leikmann í sögu leiksins.

Það hefur ekki farið framhjá blaðamönnum í Bandaríkjunum undanfarin misseri að stóri maðurinn virðist nú vera á síðustu metrunum í deildinni eftir langan og glæsilegan feril - þó vissulega megi skrifa hluta af því á meiðsli hans sjálfs og félaga hans.

O´Neal sjálfur er þó ekki búinn að tapa trú á sjálfan sig þó illa gangi, en Miami hefur tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum síðan undir lok deildarkeppninnar síðasta vor.

"Ég er enn mesti (blótsyrði) fanturinn í deildinn. Jú, jú, ég er að eldast - en Kareem varð líka eldri og það gerði Hakeem líka," sagði O´Neal og vísaði í tvo af bestu miðherjum síðari tíma í NBA. Hann hélt svo áfram að útskýra mál sitt á sinn einstaka hátt.

"Ég þarf ekki á virðingu jarðarbúa að halda. Þegar allt er talið munu menn tala um mig og það sem ég hef gert á ferlinum - nema þið jarðarbúar reynið þá að eyða því út," sagði O´Neal, sem á það til að tala um sjálfan sig í þriðju persónu - og þá sem geimveru.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×