Morð skipulögð í Köln og Björgvin Guðjón Helgason skrifar 19. nóvember 2007 18:30 Lögreglan í Þýskalandi telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Annar hinna grunuðu svipti sig lífi eftir yfirheyrslur. Lögregla í Björgvin í Noregi handtók síðan ungan mann í dag, sem sett hafði áform um fjöldamorð þar á Internetið. Það var árvökull nemandi í Georg-Büchner menntaskólanum sem veitti því athygli að tveir samnemendur hans voru að skoða myndir tengdar ódæðunum í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999 þegar tveir nemendur myrtu 23 samnemendur og einn kennara. Hann lét vita. Lögregla yfirheyrði drengina og þeim var síðan sleppt. Sá yngri - 17 ára - kastaði sér fyrir sporvagn skömmu síðar og svipti sig þannig lífi. Sá eldri - 18 ára - er nú í haldi lögreglu. Hann hefur viðurkennt að þeir hafi báðir viljað drepa og særa annað fólk og ætluðu síðan að svipta sig lífi. Loftbyssur, lásbogar og leiðbeiningar í sprengjusmíði voru meðal þess sem fannst heima hjá þeim. Önnur morðárás í evrópskum skóla mun hafa verið í undirbúningi í Noregi. Lögreglan í Askøy - nærri Björgvin - beið menntaskólanema þar í morgun og handtók hann um leið og hann steig út úr skólarútunni. Lögreglu og skólayfirvöldum hafði borist ábending frá konu á Englandi um myndband á vefnum Youtube þar sem sýnd var mynd af Erdal-menntaskólanum. Var það túlkuð sem hótun. Rækilega var leitað á öllum nemendum skólans og skápum þeirra. Hundar þefuðu eftir sprengiefni. Ekki er vitað með vissu hvort alvara var að baki hótuninni. Odd Dale, lögreglustjóri í Askøy, segir að þegar myndbandið hafi verið skoðað á vefnum og textinn gaf tilefni til að trúa að um hótun væri að ræða. Myndin hafi verið af Erdal skólanum og þetta hafi minnt á aðdraganda skólamorðanna í Tuusula í Finnlandi á dögunum. Þess vegna hafi allur varinn verið talinn góður. Erlent Fréttir Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Lögreglan í Þýskalandi telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Annar hinna grunuðu svipti sig lífi eftir yfirheyrslur. Lögregla í Björgvin í Noregi handtók síðan ungan mann í dag, sem sett hafði áform um fjöldamorð þar á Internetið. Það var árvökull nemandi í Georg-Büchner menntaskólanum sem veitti því athygli að tveir samnemendur hans voru að skoða myndir tengdar ódæðunum í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999 þegar tveir nemendur myrtu 23 samnemendur og einn kennara. Hann lét vita. Lögregla yfirheyrði drengina og þeim var síðan sleppt. Sá yngri - 17 ára - kastaði sér fyrir sporvagn skömmu síðar og svipti sig þannig lífi. Sá eldri - 18 ára - er nú í haldi lögreglu. Hann hefur viðurkennt að þeir hafi báðir viljað drepa og særa annað fólk og ætluðu síðan að svipta sig lífi. Loftbyssur, lásbogar og leiðbeiningar í sprengjusmíði voru meðal þess sem fannst heima hjá þeim. Önnur morðárás í evrópskum skóla mun hafa verið í undirbúningi í Noregi. Lögreglan í Askøy - nærri Björgvin - beið menntaskólanema þar í morgun og handtók hann um leið og hann steig út úr skólarútunni. Lögreglu og skólayfirvöldum hafði borist ábending frá konu á Englandi um myndband á vefnum Youtube þar sem sýnd var mynd af Erdal-menntaskólanum. Var það túlkuð sem hótun. Rækilega var leitað á öllum nemendum skólans og skápum þeirra. Hundar þefuðu eftir sprengiefni. Ekki er vitað með vissu hvort alvara var að baki hótuninni. Odd Dale, lögreglustjóri í Askøy, segir að þegar myndbandið hafi verið skoðað á vefnum og textinn gaf tilefni til að trúa að um hótun væri að ræða. Myndin hafi verið af Erdal skólanum og þetta hafi minnt á aðdraganda skólamorðanna í Tuusula í Finnlandi á dögunum. Þess vegna hafi allur varinn verið talinn góður.
Erlent Fréttir Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira