Sigurganga Orlando stöðvuð í Texas 22. nóvember 2007 09:34 Tony Parker fór illa með varnarmenn Orlando í nótt og skoraði 32 stig NordicPhotos/GettyImages Orlando tapaði í nótt sínum fyrsta útileik á leiktíðinni í NBA deildinni þegar liðið lá fyrir San Antonio Spurs í Texas 128-110. San Antonio setti félagsmet í leiknum og tapaði aðeins þremur boltum allan leikinn. Orlando nýtti skot sín betur og var með forystu í hálfleik, en það var í fyrsta skipti sem San Antonio er undir í hálfleik á heimavelli í vetur. Dwight Howard var frábær í liði Orlando með 34 stig og 16 fráköst, en Tony Parker var með 32 stig og 9 stoðsendingar hjá liði San Antonio. Orlando hafði unnið alla 7 útileiki sína til þessa. Alls voru 13 leikir á dagskrá í deildinni í nótt en í kvöld verður frí í deildinni vegna þakkagjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum. Annað kvöld hefst svo keppni á fullu á ný og þá verður stórleikur Boston og LA Lakers sýndur beint á Sýn skömmu eftir miðnættið. Washington lagði Charlotte 114-111 eftir framlengdan leik þar sem Caron Butler skoraði 39 stig fyrir Washington en Raymond Felton skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Charlotte. Boston vann auðveldan sigur á Golden State á heimavelli 105-82. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State og Paul Pierce 21 fyrir Boston, sem hefur unnið 9 af fyrstu 10 leikjum sínum í vetur. Dallas kom enn til baka eftir að hafa misst mótherja sinn langt framúr sér þegar liðið lagði granna sína í Houston á útivelli 100-94. Dallas vann fjórða leikhlutann með 18 stigum. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Houston og Tracy McGrady var með 15 stig, 12 stoðsendingar og 7 fráköst, en Devin Harris skoraði 22 stig fyrir Dallas, Josh Howard 20 og Dirk Nowitzki 18 stig og hirti 14 fráköst. Atlanta vann góðan útisigur á Miami 82-79 þar sem Josh Smith tryggði sigurinn með því að verja skot frá Dwyane Wade á lokaandartökum leiksins. Shaquille O´Neal skoraði 18 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Indiana vann góðan útisigur á New Orleans þrátt fyrir að vera án Jermaine O´Neal 105-93. Troy Murphy skoraði 23 stig fyrir Indiana en David West 23 fyrir New Orleans. Detroit lagði New York heima 98-86 og færði gestunum áttunda tapið í röð. Chauncey Billups skoraði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Detroit en Eddy Curry skoraði 26 stig fyrir New York. Milwaukee vann nokkuð óvæntan sigur á LA Lakers á heimavelli þar sem Michael Redd skoraði 26 stig fyrir heimamenn en Kobe Bryant var með 27 stig fyrir Lakers. Cleveland lagði Minnesota á útivelli 97-86. LeBron James skoraði 45 stig fyrir Cleveland en Al Jefferson skoraði 30 stig fyrir heimamenn. Toronto lagði Memphis á útivelli 95-89 þar sem Chris Bosh skoraði 22 stig og hirti 19 fráköst fyrir Toronto en Pau Gasol og Mike Miller skoruðu báðir 16 stig og hirtu 10 fráköst hjá Memphis. Phoenix lagði Sacramento 127-111 á heimavelli þar sem liðið skoraði 47 stig í fyrsta leikhlutanum. Shawn Marion skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 18 stig og 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 31 stig fyrir Sacramento og John Salmons var með 21 stig og 10 fráköst. New Jersey vann loks leik eftir sex töp í röð þegar liðið skellti Portland á útivelli 106-101. Richard Jefferson skoraði 30 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 90. þrennu sinni á ferlinum með 12 stigum, 11 fráköstum og 13 stoðsendingum. Brandon Roy skoraði 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm leikjum í röð. Loks vann LA Clippers nokkuð óvæntan sigur á Denver heima 101-90 þar sem Chris Kaman skoraði 17 stig og hirti 21 frákast fyrir Clippers en Allen Iverson skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Denver. Þá var Marcus Camby með 18 stig og 18 fráköst hjá Denver. NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Orlando tapaði í nótt sínum fyrsta útileik á leiktíðinni í NBA deildinni þegar liðið lá fyrir San Antonio Spurs í Texas 128-110. San Antonio setti félagsmet í leiknum og tapaði aðeins þremur boltum allan leikinn. Orlando nýtti skot sín betur og var með forystu í hálfleik, en það var í fyrsta skipti sem San Antonio er undir í hálfleik á heimavelli í vetur. Dwight Howard var frábær í liði Orlando með 34 stig og 16 fráköst, en Tony Parker var með 32 stig og 9 stoðsendingar hjá liði San Antonio. Orlando hafði unnið alla 7 útileiki sína til þessa. Alls voru 13 leikir á dagskrá í deildinni í nótt en í kvöld verður frí í deildinni vegna þakkagjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum. Annað kvöld hefst svo keppni á fullu á ný og þá verður stórleikur Boston og LA Lakers sýndur beint á Sýn skömmu eftir miðnættið. Washington lagði Charlotte 114-111 eftir framlengdan leik þar sem Caron Butler skoraði 39 stig fyrir Washington en Raymond Felton skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Charlotte. Boston vann auðveldan sigur á Golden State á heimavelli 105-82. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State og Paul Pierce 21 fyrir Boston, sem hefur unnið 9 af fyrstu 10 leikjum sínum í vetur. Dallas kom enn til baka eftir að hafa misst mótherja sinn langt framúr sér þegar liðið lagði granna sína í Houston á útivelli 100-94. Dallas vann fjórða leikhlutann með 18 stigum. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Houston og Tracy McGrady var með 15 stig, 12 stoðsendingar og 7 fráköst, en Devin Harris skoraði 22 stig fyrir Dallas, Josh Howard 20 og Dirk Nowitzki 18 stig og hirti 14 fráköst. Atlanta vann góðan útisigur á Miami 82-79 þar sem Josh Smith tryggði sigurinn með því að verja skot frá Dwyane Wade á lokaandartökum leiksins. Shaquille O´Neal skoraði 18 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Indiana vann góðan útisigur á New Orleans þrátt fyrir að vera án Jermaine O´Neal 105-93. Troy Murphy skoraði 23 stig fyrir Indiana en David West 23 fyrir New Orleans. Detroit lagði New York heima 98-86 og færði gestunum áttunda tapið í röð. Chauncey Billups skoraði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Detroit en Eddy Curry skoraði 26 stig fyrir New York. Milwaukee vann nokkuð óvæntan sigur á LA Lakers á heimavelli þar sem Michael Redd skoraði 26 stig fyrir heimamenn en Kobe Bryant var með 27 stig fyrir Lakers. Cleveland lagði Minnesota á útivelli 97-86. LeBron James skoraði 45 stig fyrir Cleveland en Al Jefferson skoraði 30 stig fyrir heimamenn. Toronto lagði Memphis á útivelli 95-89 þar sem Chris Bosh skoraði 22 stig og hirti 19 fráköst fyrir Toronto en Pau Gasol og Mike Miller skoruðu báðir 16 stig og hirtu 10 fráköst hjá Memphis. Phoenix lagði Sacramento 127-111 á heimavelli þar sem liðið skoraði 47 stig í fyrsta leikhlutanum. Shawn Marion skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 18 stig og 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 31 stig fyrir Sacramento og John Salmons var með 21 stig og 10 fráköst. New Jersey vann loks leik eftir sex töp í röð þegar liðið skellti Portland á útivelli 106-101. Richard Jefferson skoraði 30 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 90. þrennu sinni á ferlinum með 12 stigum, 11 fráköstum og 13 stoðsendingum. Brandon Roy skoraði 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm leikjum í röð. Loks vann LA Clippers nokkuð óvæntan sigur á Denver heima 101-90 þar sem Chris Kaman skoraði 17 stig og hirti 21 frákast fyrir Clippers en Allen Iverson skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Denver. Þá var Marcus Camby með 18 stig og 18 fráköst hjá Denver.
NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“